Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1902, Side 8

Sameiningin - 01.06.1902, Side 8
56 jafnframt teki5 fram, aö áðr hafi Jesús veriö upp risinn. Eng- inn nema guð var viöstaddr, þegar upprisu-undrið fór fram. En þetta allt, sem þegar er sagt, upprisu Jesú viðvíkjanda, vitum vér þó með fullkominni vissu eins fyrir því—bæði af því, að eftir upprisuna var Jesús — mannlega talað — allt öðru líkams-lögmáli háðr en áðr; líka af orðum Páls postula, þá er hann talar um ummyndanina líkamlegu, sem vér eigum í vændum á síðasta degi; en einnig af þessu, sem hér f texta vorum segir frá umbúðunum utan af líkama Jesú, eftir að hann var upp risinn. Til er fagr líksöngs-sálmr eftir hið mikla skáld Norðr- landa Öhlenslager, sem tvívegis hefir verið þýddr á vora tungu. Það, sem í texta vorum er sagt um líndúkana í gröf Jesú, hvernig þeir lágu þar ósnortnir, nákvæmlega í Sama á- standi og þeir höfðu verið meðan þeir enn geymdu hinn and- vana líkama hins krossfesta frelsara, minnir mig á eitt vers í þeim sálmi. En það vers hljóðar svo : ,,Þú mér, fiðrildi, fornan kenn að fella ham, sem þungr enn um fœtr vill mér vefjast. Því ormr skríð eg enn í mold, en síðar mun á vængjum hold björtum til himins hefjast. “ Skáldið er hér að hugsa um eitthvert stórkostlegasta og dá- samlegasta undrið, sem ár eftir ár, sumar eftir sumar, kemr fram hér í hinni jarðnesku náttúru í óteljandi útgáfum, þá ummyndan í dýraríkinu, sem í því er fólgin, að ormrinn — það auðvirðilega kvikindi — verðr að fiðrildi. Á undan um- myndaninni skríðr ormrinn í duftinu. En eftir ummyndanina — hamskiftin —, sem í rauninni er óskiljanlegt undr, sann- kallað kraftaverk, líðr kvikindið fljúganda í gegn um loftið, svo undr léttilega, meö hinum litfögru, ljómandi vængjum út breiddum, flögrar fagnanda frá einu blómi til annars, sann- kölluð ímynd sumardýrðarinnar í náttúrunni. Um leið og ummyndanin verðr skilr fiðrildið eftir ormshaminn. Þar er sýnileg fyrirmyndan hinnar dýrðlegu upprisu-ummyndunar, sem öll guðs börn fyrir Jesúm Krist eiga í vændum á vor-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.