Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1902, Page 11

Sameiningin - 01.06.1902, Page 11
59 kemr þá til greina í sambandi viö það, sem áör olli einberri sorg. Þannig var reynsla Maríu og allra ástvina hans forðum, og allra síðan, sem fetað hafa í þeirra fótspor. Nú hefi eg ekki tíma til að segja meira í þetta sinni, nema það eitt að minna allra snöggvast á það, að trúin á upprisuna, líkamlega upprisu, er meira en trú á andlegan ó- dauðleika. Þetta um upprisuna er hið mesta og allra dýrmætasta í trú vorri á ódauðleikann — það, að guð fyrir Jesúm Krist frelsar ekki að eins sálir vorar eða anda vorn, heldr líka hið jarðneska hisini sálarinnar — líkamann. Allir, sem missa ungbörn út í dauðann, ungbörn, sem voru eitthvert bjartasta ljós augna þeirra—þeir skilja þetta. Sálarlífið þeirra var yðr hulið eins og óútsprungið froekorn. Við hina líkam- legu mynd barnsins á því skeiði er umhugsan yðar og elska einkum bundin. Þar er hinn eiginlegi sársauki elsku yðar. Blessaðr drottinn tekr tillit til þess sársauka. Hann tekr fullkomið og nærgætið tillit til líkamslífsins. Fyrir því fagn- aðarefni er upprisa Jesú eilíf trygging. Þér eigið þess kost að fá hina elskulegu líkamsmynd hins látna barns aftr, þekkja það, faðma það, elska það eilíflega. — Og svo höfum vér frá drottni fengið kvöldmáltíðarsakramentið, þar sem líka er af honum tekið fullkomið tillit bæði til andlega og líkamlega lífsins, — hinn heilaga pant bæði andlegrar og líkamlegrar endrlausnar vor allra. Smávegis uin biblíu-,,kritíkina“. Úr ritgjörð í Kristjaníu-blaðinu „Luthersk Kirketidende" frá 8. Marz síðastl. eftir Karl Vold, guðfrœðiskandídat. Spurningunni um það, hvort biblíu-,,kritík“skuli vera til, hljótum vér að ætlan minni að svara játandi. Það má beita ,,kritík“ við biblíuna, en þó því að eins að það sé gjört með rósemi og gætni, en alls ekki með œstum tilfinningum og hlutdrœgni. Þeir, sem eiga við slíkar vísindalegar rannsóknir, verða að eins að hafa þann tilgang að leita sannleikans, og þeir verða einnig að hafa í sér þann anda, sem skyldr er anda

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.