Sameiningin - 01.06.1902, Síða 15
63
ganga í munnmælum. Síðan hafi sagan veriö skrásett og
fœrö í líkingarmálsbúning nálægt árinu 500 f. Kr. Eins á aö
vera ástatt meö ýmsa innskotskafla, sem sagt er aö sé í spá-
mannabókunum hinum, frumrit Mósesbókanna o.s. frv.----------
Þetta læt eg nú nœgja til þess að sýna, að niðrstaða
,,kritíkarinnar“ er enn sem komið er engan veginn óyggjandi
eða fastákveðin. Engin ástœða því .enn til að hœlast um.
Mörgu, sem nú er haldið fram, getr áðr en langt líðr orðið
hafnað. Það verðr því að leyfa mönnum að berjast á móti
mörgum svona löguðum nýmælum og hinni óheilsusamlegu,
roggnu ,,kritík“, sem engin mótmæli þolir. Gætnir vísinda-
menn, sem að eins hafa það markmið að leita sannleikans,
verða að fá að vinna verk sitt í friði. Þeir munu leiðrétta
skekkjurnar hjá sér sjálfir. En vér, sem ekki erum því vaxn-
ir að takast á hendr hinar víðtœku málfrœðilegu og sögulegu
rannsóknir, verðum að hafa þolinmœði til að bíða og varast
að kveða upp nokkra dóma í máli því, sem vér berum ekki
nœgilegt skyn á. — -—
En það að bíða geta menn ekki eða vilja ekki. Óðar en
vísindamennirnir hafa leitt þá eða þá ályktan út af rannsókn-
um sínum eða komizt að einhverri svo kallaðri niðrstöðu
henda margir, sem hafa allt sitt vit frá öðrum á aðra og
þriðju hönd, þær kenningar á lofti og halda þeim fram sem
óyggjanda sannleik. Með gumi miklu er þeim þeytt út í
allar áttir. A torgum úti eru þær boðaðar, og í lífinu eru þær
reyndar.
Það var einkum til að vara menn við slíku háttalagi að
eg ritaði línur þessar. Hvað sannleikr er á almenningr heimt-
ing á að fá að vita. Að eins um stundarsakir verðr hann dul-
inn fyrir fólki, þótt talizt geti algjörlega ófullveðja í andlegum
efnum. En með dálítilli gætni verða menn að fara með það,
sem þeir vita ekki hvort er satt eða ósatt, kenningar, sem
enn þarf að prófa áftr og aftr. Þótt náungar þessir geti
sjálfir gengið í gegn um ,,kritíkina“ án þess að trú þeirra bíði
af því neitt tjón, og þótt þeir meira að segja eins og þeir láta
sér um munn fara styrkist við það í trúnni, þá ætti þeir þó að
hugsa um hina mörgu, sem alls ekki eru því máli vaxnir, mis-