Freyja - 01.02.1903, Page 30
102
r
„Eg álít það sé röttara af henni að lifa og deyja ógift en að giftast
manni, sem hún elskar ekki, hversu hátt sem hann stæði í mannfélaginm
og ög fæ ekki betur séð en þín eigin lífsreynzla ætti að kenna þér það“.
„Hvað meinarðu?" sagði Gi’anger og roðnaði við.
„Eg meina að þú hafir lítillækkað þig með giftingu þinni, að kon-
an þín sé þér ekki samboðin, ekki hæf til að vera fylginautur þinn og;
að hún þoli engan samanburð við Helenu“.
„Varaðu þig, Willi, mundu að það er konan mín, sem þú ert nú að
tala um“,
„Lagalega er hún það að vísu, en siðferðisiega ekki. í sambúð
ykkar er ekki snefill af ást, ekki einusinni velvild, og henni þykir gam-
an að kvelja þig þegar enginn sér til, þó hún setji upp falskt meðlíðun-
ar andlit þcgar aðrir eru viðstaddir til að blinda heiminn, og hún er
dramblát af því að þú, Edward Granger, ert maðurinn hennar. Jafnvel
Helen er farsælli en þú, Ed“.
Það voru margskonar tilfinningar sem hreyfðu sér í brjósti Grang-
ers nieðan á þessari ræðu stóð. Sjálfstilfinning hans þoldi ekki að vin-
ur hans sæi svo rétt og færi svo óvægilega með heimilislíf hans og þó
gat hann ekki borið á móti neinu sem hann sagði. Þess vegna sagði
hann eins háðslega og napurt og hann gat: „Það lítur út fyrir að þú
hafir verið i heimspekisskóla að læra mannúð. Væri ekki rétt fyrir
ykkur Helenu að stofnsetja nýja skóla til að kenna í, ykkar einkenni-
legu siðafræði?“
„Þér er ekki til neins að reiðast sannleikanum, Ed. Guð veit að
ég vildi að þetta væri á annan veg, því að ég ann þör alls hins bezta.
En ég hefi kynnt mér þetta mál í þrjú ár, og þar til og með talað við
kcnu, sem einusinni var hjá föður mínum. A unga aldri stóð hún í
Helenar sporum, en til að hlífa sér við opinbcrri smán giftist hún manni,
sem lengi hafði verið að draga sig eftir henni, en sem stóð siðferðislega
langt fyrir neðan hana. Um þetta segir liún nú: ,,Sá stærsti glæpur
sem ég hefi framið, var að giftast þessum manni. Fyrst átti ég eitt barn
með manni sem ég elskaði af öllu hjarta. Síðan hefi ég orðið þriggja
barna móðir fyrir mann, sem ég elska ekki. I því liggur glæpur minn,
því það er glæpur gagnvart börnunum, föður barnanna og sjálfri mér.
Hvílíkur líka voða glæpur, þar sem ekki einungis allir hlutaðeigendur
líða við á alla vegu, heldur og mannkynið í heild sinni af því, að efnið
í þessum börnuin—þessum tilvonandi starfsmönnum lieimsins er sýrt,
skemmt og eitrað í byrjun tilveru þeirra, með ástleysi foreldranna.
En nú heiðrar heimurinn mig af því ég er gift kona—heimurinn, sem
þá fyrirleit mig fyrir að vera ógift móðir, og þá var ég þó hrein sem
lilja hjá því sem nú er ég“.
„Segjum að heimurinn skildi þessa hluti á sama hátt og þú gjörir,