Sameiningin - 01.06.1903, Síða 5
53
líka vopn til þess að stjórna hjörðinni með. Eg vildi, að þér
gætuð séð, hvernig sauðirnir þyrpast utan um smalann og
leggja sig fast upp að honum; þá myndi yðr vel skiljast um-
mælið : (þau) ‘hugga mig’. Kall hirðisins og niðrinn af fóta-
gangi sauðanna, er þeir skunda til hans, — það eru hljóð, sem
vel eru valin úr þessum hávaðasama heimi til þess að jar-
teikna huggun þá, er guð veitir sálum þeim, sem sinna rödd
hans. Og þessar raddir hefir mátt heyra í mínu landi í síð-
ustu tíð alveg eins og forðum, þá er hirðissálmrinn var í letr
fœrðr.
,,Þegar nú hér er komið í sálminum, þá hverfið þér burt
frá líkingarmálinu um hirðisstarfið og setjið inn í sálminn
hugmyndina um veizlu ; en með því móti missið þér af hinum
fagra stíganda í hugsaninni um umhyggju hirðisins fyrir hjörð-
inni. ‘Þú tilreiðir mér matborð fyrir minna óvina augsýn’.
Það er fráleitt í mesta máta að missa þarna sjónar á því atriði
hirðisstarfsins, sem mest hyggindi þurfa til og mesta karl-
mennsku,og ímynda sér, að hér sé allt í einu í sálminum farið
að hugsa um veitingar innanhúss. Ekkert œðra hlutverk liggr
fyrir hjarðmanni í mínu landi en það að leggja aftr og aftr á
stað að heiman til þess að kynna sér það eða það svæði
grandgæfilega, rannsaka haglendið og grastegundirnar, sem
þar vaxa, og á þann hátt að leita upp þá staði, þar sem sauð-
irnir hans geta haft góða beit og verið óhultir. í slíkum
rannsóknarferðum reynir oft hvað mest á vitrleik hans og
vaskleik. Innan um grasið eru margar eitrjurtir, og þær
verðr smalinn að finna og ná þeim burt. Frændi minn
nokkur missti einu sinni þrjú hundruð sauða sökum gáleysis í
þessu sambandi.
,,Líka eru þar jarðsmugur, þar sem höggormar hafast
við; og höggormarnir bíta nasir sauðanna, ef þeir eru ekki
flœmdir burt. Hjarðmaðrinn verðr í því skyni að brenna
svínsfeiti við smugu-opin. Allt í kringum beitilandið, sem
hirðirinn verðr að hreinsa á þennan hátt, áðr en hann megi
hleypa hjörðinni þangað, eru sjakalar, úlfar, hýenur í hellum
og gjótum fjallshlíðanna, og jafnvel tígrar. Og um fram allt
þarf hirðirinn ú öllum vitsmunum smum og hugrekki sínu að