Sameiningin - 01.06.1903, Page 8
56
En fjöldi vor er líka veikleiki vor. Vér eruin frá svo
mörgum þjóöum og löndum komnir; vér höfum myndazt á
mismunanda hátt fyrir mismunandi áhrif hnattstöðu, þjóölífs
og uppeldis. Vér lúterskir menn höfuin fjölgað í þessu landi
frá því að vér árið 1800 vorum 23,000 þar til vér nú árið 1903
erum 1,750,000. (Hér eru að eins taldir fermdir meðlimir
lúterskra safnaða.) En þessi mikla samsteypa lúterskra
manna talar á ellefu tungum, eða meir.
Á næstu fimmtíu árum mun lúterska kirkjan læra að tala
ensku, ekki að eins að nokkru leyti eins og nú er, heldr al-
mennt og algjörlega. Þar fyrir segi eg ekki, að ekkert annað
mál verði talað en enskan í lútersku kirkjunni í Vestrheimi;
heldr að eins þetta : Innan fiinmtíu ára verðr að líkindum
enskan töluð undantekningarlaust á öllum kirkjuþingum sem
aðal-mál, og enskan verðr notuð við guðsþjónustur í níutíu af
hverjum hundrað kirkjum vorum.
Hvernig kemst þessi breyting á?
Hún er nú þegar að komast á.
Eg tek dœmi.
Ágústana-sýnódan sœnska er meir en þriðjungr alls Gen-
eral Councils. Vér erutn upprunalega og höfum til fárra ára
verið sœnskir, en vér höfum komið til þessa lands til að
ílengjast hér. Vér hugsum oss ekki að endrreisa Svíþjóð
hér á amerískri jörð, heldr allt annað.
Hvað hugsum vér oss að verða?
Vér ætlum að verða verulegr og samgróinn partr hins
ameríska þjóðlífs, og vera sem partr hinnar miklu og dýrö-
legu lútersku kirkju í Ameríku, sem smámsaman myndast
hér úr mörgum og mismunandi efnum.
Oss er annt um, að bróðurlegt samband sé milli vor og
hinnar lútersku kirkju í Svíþjóð, og á yfirstandandi tíð er það
samband bróðurlegra en nokkru sinni áðr. En það segi eg
með áherzlu, að vér munum ekki líða nokkrum tilfinningum,
nokkurri vináttu, nokkrum sögulegum endrminningum að
aftra oss frá því, að uppbyggja hér sannarlega ameríska
lúterska kirkju,— —
Það mál, er snertir tungurnar, mun bráðlega sjá um sig