Sameiningin - 01.12.1904, Qupperneq 15
i59
geía langt um meira en það; enginn ætti minna að gefa—-
minna en tíunda part af þvf, er réttilega getr talizt tekjur
lians, hvort sem þær eru litlar eða miklar.
Til þess menn fyllilega fái kannastvið tíundarskyldu sína,
þegar tekjur þeirra eru litlar, en hinar persónuíegu þariir og
heimilis-nauðsynjarnar eru miklar, ríör þeim mjög á þvíj aö
kannast við þann yfirnáttúrlega þátt, sem forsjón guðs á í því
að bera umhyggju fyrir börnum sínum. Hafi kristinn maör
nógu miklar tekjur til þess vandræöalaust að fullnœgja öllum
þörfum sínum, þá er fyiir hann ekki minnsta afsökun frá því
að greiða drottni tíunda part þeirra, og gjöri hann það ekki,
hefir hann með öllu fyrirgjört sóma sínum. En þegar rnaðr
finnr örbirgð kreppa að sér dag eftir dagallasína æfi, þá skift-
ir það miklu máli að hann haíi það hugfast, að níu cent end-
ast betr en tíu cent myndi endast, og níu dollarar betr en
myndi tíu dollarar, til þess að bœta úr þörfum sjálfs sín og
sinna. eftir að hann heíir borgað drottni centið eina og dollar-
inn eina, honum, sem krefst þessa sem eignar sinnar. Sá
maðr, sem trúna hefir, efast ekki um þetta. Sérhvert barn
guðs, sem náð hefir sér niðri í þessum sannleika, hefirreynt,
að þaðan kom honum óbrigðult athvarf. Þeir einir hafa á
þessu ótrú, sem aldrei hafa borið nógu mikið traust til guðs
til þess, þótt ekki væri meira, að nota sér það til reynslu.
Það er eins um einstaklinga í þessu efni eins og um söfnuði.
Hvorki kröggur þeirra né efasemdir stafa nokkurn tíma af því
að þeir hafi borgað skuldir sínar, eða af því að þeir hafi of ör-
látlega gefiö drottni af efnum sínum. Svertingjaprestr einn
gamall hafði gjört sér ljósan sannleikann í þessu máli, þegar
hann sagði: ,,Aldrei vissi eg til þess, að nein kirkja gjörði út
af við sig á því að gefa drottni of mikið. Væri slík kirkja til
og eg fengi að vita um það, þá vil eg segja ykkr, hvað eg
skyldi gjöra: Eg skyldi nú undir eins í kvöld fara til þeirrar
kirkju; og eg skyldi klifra upp á hiö mosavaxna þak hennar
og setjast tvívega upp á mœniásinn og hrópa svo hástöfum:
,Sælir eru hinir dauðu, þeir sem í drottni eru dánir‘. “ AS
deyja af skylduroekni—að veröa hungrmorða út af tíundar-
gjaldi til drottins—er góðr dauödagi. En það er síðr dauöa-