Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 2
173 vitringana. Þstta er svo aö kalla síöasta orö frá Jesú, áör en hann hvarf líkamlegum augum manna hér á jörðinni, til þeirra, sem tekið höföu kristna trú og áttu að verða frumstofninn í kirkju hans. Því rétt á eftir kom fyrir uppstigning hans til himna. Matteus segir ekki frá sjálfri himnaförinni, en frá þessu, sem stóð í svo nánu sambandi við þann atburð, skýrir hann nákvæmlega. Og bæði í Markúsar guðspjalli seinast, um leið og þar er sagt frá uppstigningunni, og hjá Lúkasi, í hvorutveggja riti hans, er með ótvíræöum oröum minnt á hið sama. Svo á því er ekki minnsti vafi, að á seinustu stundinni hér á jörðinni hefir írelsarinn sérstaklega og mjög sterkiega verið að hugsa um útbreiðslu ríkis síns um allan heim, og þá háu og heilögu köllun kristinnar kirkju, að vinna að þeirri út- breiðslu f öllum áttum hinna jarðnesku mannabyggða,—hugsa um heiðingja-missíónina svo sem eitt aðal-hlutverk kirkjunnar í framtíðinni. Og það að hann á þeirri hátíðlegu burtfarar- stund brýnir þá skyldu fyrir lærisveinum sínum, um leið og hann innsetr sakrament skírnarinnar, sýnir svo skýrt sem verða má, að hann ætlast til, að með skírninni sé hver einasti maðr vígðr í nafni hins þríeina guðs til þess að verða heið- ingja-missíóneri. Að eins það, að þetta er vilji hans, að hann hefir gjört þessa ráðstöfun, að hann hefir sjálfr komiö með þetta boð—ætti að vera oss öllum, sem á hann trúum, nóg. Úr því vér játum þvf, að hann sé herrann yfir lífi voru, spekin œðsta og kærleikrinn alfullkomni, sá drottinn, sem allt hefir valdið bæði á himni og jörð, þá ættum vér eins og að sjálf- sögðu að beygja oss fyrir þessum vilja hans, í þessu eins og öllu öðru að vera hjartanlega fúsir til að fullnœgja boði hans, —þó að oss kynni að virðast sá vilji hans torskilinn eða jafn- vel með öllu óskiljanlegr, og þó að oss fyndist kröftum vorum algjörlega ofvaxið að taka það boðorð hans verklega til greina. Þegar þessu guðs orði frelsarans er haldið á lofti fyrir oss, þá ættum vér allir að láta það verða oss samskonar bending eins og hin yfirnáttúrlega stjarna, sem birtist austrlenzku vitring- unum, varð þeim mönnum. Oðar en þeir komu auga á þá stjörnu og skildu merking hennar lögðu þeir á stað með stjörn- una fyrir leiðarvísi. Eins ættum vér sem söfnuðr og einstak-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.