Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 3
179 lingar, úr því oss svo skýrt hefir veriö bent á þetta sérstaka orð drottins, í ljósbirtu þess orös — andlega talaö—aö taka oss tafarlaust upp úr hinum kirkjulegu heimahögum vorum, sem vér að undanförnu höfum veriö svo einstrengingslega fast bundnir við, og láta heiðingja-missíónina eins og allar aðrar kristnar nútíðar þjóðir verða eitt af vorum alira-helztu kirkju- legu málum. II. Næst hinu skýlausa boði Jesú er það hin mikla þörf, hin brýna lífsnauðsyn heiðingjanna víðsvegar í myrkrinu út um löndin, sem ætti að knýja allt kristið fólk til þess að vera að einhverju leyti með í þessari heilögu starfsemi—trúboðinu kristilega fyrir þeim mikla afar bágstadda mannfjölda. Stór hluti heiðingja heimsins er í villimannaástandi, og þar ræðr líkamleg eymd hinnar hræðilegustu tegundar og í öllum hugs- anlegum myndum, harðneskja, grimmd, áþján, siðspilling. Maðrinn eins og dýr eða eins og djöfull. Fólkið í raun og veru fyrir utan mannkynssöguna, algjörlega án hœfileika til þess að verða herrar yfir náttúrunni eða lyfta sér neitt upp. Engin menningarviðleitni þar til, engin framfaravon, enginn mögulegleiki þess hjá því fólki til að það komist nokkurn tíma af sjálfu sér í annað betra ástand. Svona hefir ástandið þar verið öld eftir öld frá ómuna tíð. Helkalt myrkr. Biksvört nótt. En það, sem um fram allt gjörir það náttmyrkr ógur- legt, er villudómrinn í trúarefnum, skurðgoðadýrkanin, hjá- trúin, sá óskaplegi ótti, sem öllum þeim blinduðu mannssál- um stendr af sínum ímynduðu guðum—svo nefnd trú, sem ekki veitir neina minnstu huggun eða neina von. Slík neyð, slík mannlífshörmung, hrópar hátt til allra kristinna manna um hjálp. Því að eins úr þeirri átt getr hjálpin komið. Það liggr í hlutarins eðli og það hefir reynsla liðinnar tíðar sýnt og er stöðugt að sýna. Skýrastr og stórfelldastur vottrinn í þessum efnum er hið myrka meginland Afríka, eins og sú heimsálfa hefir lengst af verið kölluð. Að því leyti sem þar er nú tekið að birta til, að því er jarðneskar framfarir snertir og menning í tímanlegu tilliti, að því leyti sem þar eru komn- ir fram ljósir blettir, að því leyti sem fólkslífið þar getr heitið , L

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.