Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 10
En í hverju á ráSvendnin aö sýna sig? Hún á að hugsa um tilheyrendrna, um þa5, hvernig þeir eru. Þeir eru eins og hann sjálfr er—prestrinn. Hvorki betri né verri. Þeir eru syndugir menn, fœddir meö spilltu eðli og persónulega brotlegir. Af öllu á himni og jöröu er ekkert eins nauösyn- legt fyrir þá eins og aö læra aö þekkja Krist. Þaö er hiö ei- lífa líf, að þeir þekki hann. Þeir eru að mörgu leyti blindir, fáfróðir eins og prestrinn. Þeir hafa stœrilætið í hjarta sínur sérgœðingskap og vantrú eins og hann að berjast við. Þeir þurfa styrk, áminning, huggun eins og hann. Eins og hann eru þeir þar svo aö kalla staddir í gini dauöans—með hiö jarðneska lff í hjarta sínu, með dauðann fyrir framan sig og svo eilífðina. Vér erum allir jafnir þar—eins staddir. Fá- tœklingrinn og auðmaðrinn, sjúklingrinn og sá, sem heill er heilsu, hinn lærði maðr og hinn fáfróði—allir jafnir. Og sái- ir vorar horfa og hugsa—í hinum brothættu umbúðum sínum, hinum jarðnesku líkömum. Það er eðli ráðvendninnar að líta í kringum sig til þess að geta unnið verk sitt vel. Áðr en hún fer að starfa þarf hún að þekkja og kannast við verksvið sitt. Eg er ekki ráð- vandr, ef eg að eins hugsa um sannkristna brœðr eða um syrgjendrna, eða að eins um hina ,,hörðu hálsa. “ Eg á að hugsa um alla, útbýta öllum jafnt af kærleik og sannleika. Ráðvendnin spyr ekki um verðlaun eða afsökun. Það er frumeðli hennar. Sé eg ráðvandr prestr, þá fer eg ekki eftir því, hvort menn reiðast mér eða hrósa mér. Eg, syndugr, dramblátr inaðrinn, vil fúslega fá hrós, og reiði hræðir mig; en ráðvendnin, sem er guðdómleg gjöf (eg á við hreina ráð- vendni), spyr ekki um reiði eða hrós. Hún vinnr sitt verk. Ráðvendnin er hin dýpsta rót eða taug í endrfœddum manni. Hún er eitt af frumefnum þeim, sem mynda ,,innra mann- inn. “ Hún er í heilagleikanum. Helgunin f hjarta mínu er ómöguleg, er ekki til, ef ráðvendnina vantar. Eg spyr guð ráðvandlega, blusta ráðvandlega, þoli ráðvandlega, trúi ráð- vandlega, sé eg endrfœddr. Að minnsta kosti er það brenn- heit ósk mín og bœn, að svo sé. ,,Drottinn gef mér ráðvant hjarta. •4 Eg hleyp með gleði inn í hugsun Davíðs, þegar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.