Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 6
182 vel fyrir eigin dyrum og síðan aö hugsa um samskonar um- bœtr hjá öörum út í frá. Kirkjulýörinn mætti ekkert missa af öflum þeim, sem hann aö svo stöddu heföi yfir aö ráða, burt frá sér, hvorki peningum né neinu öðru. En þótt hœg- ^ega geti tekizt að gjöra þessar mótbárur sennilegar, þá eru þær þó í rauninni jafn-óskynsamlegar eins og þær eru ókristi- legar. Kristin kirkja hefir allsstaðar og æfinlega fyrir sitt eigið heimafólk beðiö stórtjón við það aö halda kærleiksstarf- semi sinni innilokaöri fyrir innan sína eigin húsveggi. Hún veikir lífskraft sinrt með því háttalagi. En hún glœðir hann með þeirri auknu áreynslu, sem það óhjákvæmilega útheimtir að beina starfsemi sinni út fyrir sín eigin vébönd. Heppilega hefir þaö verið sagt, að kristindómrinn sé sú verzlunarvara, er sé þess eðlis, að því meira sem menn flytji af henni út, því meira verði aftr af henni flutt inn. Og eru þau ummæli í samrœmi við það, er stendr í Prédikarans bók (i i, i): ,,Láttu brauð þitt fara yfir hafið, því þú munt finna það aftr eftir marga daga. “ Því meira sem menn í réttum anda láta út, gefa af efnum sínum, drottni eða hinum heilögu nauðsynja- málum hans til handa, því meira fá þeir aftr, því betr bl.ess- ast öll þeirra atvinnumál. Og að því er sjálf kirkjumálin nertir, þí þurfum vér í því tilliti að fá sem me st umaðhugsa og að vinna—svo mikið, að söfnuðrinn neyðist þar til að nota alla þá krafta, sem í honum eru til. Enginn á að vera iðju- laus, að því er kirkjumálin snertir, Enginn aö eins að nafn- inu meö. Enginn dauðr limr. Þegar að eins sumir vinna, þá má ávallt búast við óánœgju, útásetningum frá hálfu þeirra, sem ekkert kirkjulegt verk hafa á hendi. Látum alla vera vinnandi, með fullar hendr, svo mikið drottinlegt hlut- verk um að hugsa, að ekki sjáist út yfir. Þá lagast allt. Þá taka allir höndum og hjörtum saman í Jesú nafni. — Þökkum þá guði fyrir, ?ð hann hefiraukið hiö kirkjulega hlutverk vor með því að afhenda oss þetta nýja stórmál—heiðingjamissí- ónarmálið—í viðbót við hitt allt, ríki hans til eflingar, sem *vérað undanförnu höfum verið við að eiga. Einhverjum dettr líklega það í hug, að vér erum í vand- æöjn ni5 a5 útvepi prj;ti til a5 vimi á missíónarsvæð i

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.