Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 7
IS3 vors eigin fólks hér í landinu þaö rnilcla verk, sem þar þarf að vinna, og a5 vitanlega vanti þá líka mann af vorum þjóð- flokki til þess að gjörast erindsreki Jesú úti í heiðingjaheim- inum. Og meðan svo standi mál vor sé ástœðulaust fyrir oss að fara að safna fé því máli til siuðnings. En guð getr valcið oss upp mann eða menn á þann hátt, sem sízt er viðbúizt, löngu fyrr en nokkurn varir.—Sunnan undir Himalajafjöllum í Asíu norðr frá Indlandi er nú starfandi norskr kristniboði, að nafni Skrefsrud, sem hefir oiðið verkfœri í hendi drottins til þess að kristna heila þjóð, Santali, margíallt fleira fólk en alla íslendinga, og gjöra land þeirra að menntuðu landi. En óvænlegar voru framtíðarhorfurnar fyrir þeim manni, er hann var í œsku. Hann var fátœkr sveitadrengr, lenti í þjófnað og var settr í varðhald. Og er hann var þar að taka út synda- gjöld sín, vaknaði sú hugsun í iðrandi sálu hans, að hann ætti aþ íara út til heiðingja og vinna þar fyrirguðs ríki. En senni- lega urðu margar hindranir fyrir honum á þeirri leið eftir að hann kom út úr fangelsinu. Það var missíónarskóli til þar í föðurlandi hans fyrir þá, sem vildu búa sig undir þá lífsstöðu, er hann kaus sér. En hann hafði blett á mannoröi sfnu, og gat því ekki íengið þar inngöngu. Þetta var einhver fyrsta hindranin, Með guðs hjálp varð hann þó það, sem hann átti að verða, þrátt fyrir allt og allt.—Getr ekki guð verið að vekja oss einmitt nú upp einhvern slíkan íslending? Gjörum það sem vor skylda stendr til í þessu máli eins og öllum öðr- um, en treystum drottni aö öðru leyti hiklaust. Eg er enn að hugsa um óhappið með kirkjuna, sem söfn- uðr þessi varð fyrir rétt á undan jólunum. Óbifanleg sann- fœring mín var þaö frá fyrsta augnabliki, að þetta áfall ætti að verða oss til góös,—að því að eins heföi drottinn leyft þeim atburði að veröa, aö hann ætlaði oss aö grœða á honum með tilliti til þess, er mest af öllu ríðr á. Og nú sé eg meðal ann- ars það, að hann hefir þar gefið oss hina skýrustu bending til þess að taka þetta mikla mál hans—heiðingja-missíónarmálið —að oss, og telja það héðan í frá meðal vorra heilögu kirkju- legu lífsnauðsynja. I Jesú nafni. Amen.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.