Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 9
185 gu5s síns, sem fulltrúi frelsarans, og á aö tala í hans nafni, hugga, Írœ3a, áminna, styrkja, glœöa—og jafnvel aö rnót- mæla. Þetta á kristinn kennimaör eölilega ætíö aö gjöra, en ekki sízt viö þetta tœkifœri, þar sem eins og allt er opiö,— öll sár opin; öll mótmæli og öll vantrú til taks; veik trú spyrj- andi. Þegar líkrœöur eru haldnar, sofa menn aldrei. Aldrei er eins kyrrt og hljótt í kirkjunni eins og þá. Þá hlusta allir; þá vega menn hvert orö; og hugsa um þaö, sem sagt er. Þá grípr sál áheyrandans orðin annaöhvort meö samþykki eöa mótmælum. Ef þjónn drottins nokkurn tíma á vandasamt verk aö vinna, þá er þaö einmitt á slíkri stund. Ekki batnar svo, þegar hann veit, eins og allir prestar \dta, hvaö þeir heimta, sem viöstaddir eru viö þetta tœkifœri. Sumir heimta hreint guös orö; suinir, aö prestrinn þekki lífs- feril hins framliöna svo vel, að hann geti talað um hann og bent á dœmi úr líti hans upp á handleiðslu guös; sumir, aö hann hrífi tilfinninguna; aðrir, aö hann hrósi hinum framiiðna; aítr aörir, aö íögr orð sé nú viö höfö, skáldlegar hugmyndir, mælska o. s. frv. Og loks koma syrgjendrnir með löngun til aö huggast. Góö og heilsusamleg og blessuð regla er þaö vissulega, sem hver réttr prestr þá einnig leitast viö aö fara eftir, að ganga að þessu hlutverki ráövandlega—í Jesú nafni. Hann hlýtr aö gjöra þaö, ef hann á aö geta leyst þetta skyldustarf af hendi meö velþóknan guös. Og þetta er höfuöatriöið: hvaö guð hugsar um verkiö. Mennirnir eiga ekki aö dœma oss. Prestrinn á að sjá um, að starf þetta geti staðizt dóms.- úrskurö guðs. Plann á aö geta gengið frá því með góöri sam- vizku. Svo veröa mennirnir að hugsa eftir sinni trú og sann- fœring og samvizku. A degi drottins eigum vér allir að birt- ast fyrir dómstóli hans, bæöi þeir, sem dánir eru, og þeir, sem hlusta á oss; og þaö er styrkr í þeirri hugsun, sem vér prestar ættum allir að geta haft, aö þá viljum vér hafa unniö svo hér og talaö svo hér á jöröu, við hvert eitt tœkifœri, að vér fáum þann vitnisburð, aö vér töluöum sannleikaun á meðan á bar- áttunni stóð;látum þaö vera, að vér aö ööru leyti höfum ver- ið lélegir og ónýtir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.