Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 4
i8o að vera komið inn í hina eiginlegu mannkynssögu, þá er það eingöngu þeim tilraunum að þakka. sem nú { síðustu tíð hafa verið gjörðar af erindsrekum kristinna safnaða og kirkjuíélaga til þess að flytja þjóðflokkum þeirra landa boðskapinn um Jes- úm, mannkynsfrelsarann, og grundvalla þar kristna kirkju. En líka allsstaðar annarsstaðar í heiðnum löndum, þar sem samskonar villidómr var áðr alráðandi, hefir kristniboðið bor- ið viðlíka blessunarríkan ávöxt, stundum hœgt og hœgt, en stundum ótrúlega fljótt. I öllum þeim áttum heiðna heims- ins hefir kristniboðið heppnazt. Og þar allsstaðar hefir him- ininn orðið sem nýr himinn og jörðin sem ný jörð. Von því í sambandi við þá blessuðu starfsemi—eins og björt, blikandi stjarna á söguhimni nútíðarinnar, eins og Betlehemsstjarnan, sem birtist austrlenzku vitringunum, kom þeim á stað og vís- aði þeim veginn til hins fjarlæga lands á fund Jesú. Þó er það ekki enn nema mjöglítið tiltölulega, sem enn er að gjört til þess að kveikja ljós kristinnar trúar úti í heiðingjaheimin- um, í samanburði við það, sem þarf aö gjöra í því tilliti." Svo telst mönnum til, að enn sé hátt á níunda hundrað milíóna heiðingja í heiminum, að meðtöldum Múhameðstrúarmönn- um. Svo afar mikið er enn ógjört. Svo mikið vantar enn á, að kristin kirkja hafi fullnœgt því boði frelsarans, að gjöra allar þjóðirnar að lærisveinum hans. Og ætti þá ekki að þurfa að fœra nein rök fyrir því, að enginn söfnuðr, ekkert kristið kirikjufélag, enginn kristinn maðr má í þessu mikla drottinlega nauðsynjamáli draga sig aftr úr. Það er fyrir löngu kominn tími til að vér, líka vér, séum með öðru kristnu fólki í því að styðja að útbreiðslu guðs ríkis í heiðingjalönd- unum. Eg hefi bent á ástandið hjá heiðingjunum, sem réttilega má kalla villimenn. En það eru líka til feiknastórar heið- ingjaþjóðir með eldgamalli menntan, sem standa að ýmsu leyti í þeim efnum býsna hátt, eins og Kínverjar og Hindúar. Einnig þar, engu síðr þar, þarf kristindómrinn að komast að, ef sálarheill þeirra milíóna og framtíðarvelfarnan mannkyns- ins í heild sinni á að geta orðið borgið. Og sérstaklega verðr oss nú ósjálfrátt að hugsa um Japansmenn, sem á örskömm-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.