Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 16
193 hann drœgi mannina saman og myndaði stór féiög. Með því einu móti gæti það líka tekist. að mennirnir legðu af alefli rœkt við þí fullkomnun, er kristin- dómrinn hvetr mennina lil. Hann er í innsta eðli félagsmál og vill þar engan láta vera fyrir utan. Manninum hins vegar ekki unnt aS leysa neinar skyldur af hendi nema í félagi við aðra raenn. Hann syndgar því gegn eigin eðli sínu, þegar hann einangrar sig í kristiiega tilliti og vili ekki í söfnuði standa. Þa5 getr annaðhvort til þess orðið, að kristindómrinn deyi út hjá honum eða nái aidrei nema mjög ófullkominni mynd. Á mánudaginn 20. feb. var enn einn slíkr fundr haldinn í Selkirk, og um- tajsefnið þar: ,,í hvaða ljósi á kristinn maðr að skoða eigur sínar? Séra Björn Jónsson var þar málsheíjandi. Þar var sýnt fram á, að allir kristnir menn ættu að skoða sig sem ráðsmenn drottins. Allt líf þeirra og starf væri honum helgað. öll störf þeirra og umsýsla ættu að vera eins og frammi fyrir augliti hans og í samrœmi við vilja hans. Efiiin væru manninnm gefin til að gjöra guðs vilja í heiminum. Hann leggði þau í guðskistuna, þegar hann verði þeim samkvæmt vilja drottins og skoðaði sjálfan sig sem ráðsmann hans. Bandalagsþing var haldið í kirkju Fyrsta lút safn. 16. febr. ogsunnudags- skólaþing 17, og verðr þeirra síðar getið. Á fundum þessum vcru ses prestar: Séra Friðrik Hallgrímsson, séra Björn B. Jónsson, séra Kristinn K. Ólafsson, séra N. S. Þorláksson, séra F. J. Bergmann og séra Jón Bjarnason. Frú Sigurbjörg -Tónsson, kona séra Björns B. Jónssonar í Minneota lézt eftir nýafstaðinn barusburð á heimili þeirra hjóna föstudaginn 3. febr. darðar- för hennar fór frara næsta sunnudag og var forseti kirkjufélagsins kallaðr suðr til að vera þar viðstaddr. Frú Sigurbjörg var kona á bezta aldri, myndarleg og góð og öllum þeitn harmdauði, er hana þekktu. Munu allir góðir menn meðal vor taka innilegan þátt í þeim mikla missi, frá fimm börnum ungum og frá safnaðarstarfinu öllu, er henni lá þungt á hjarta. Drottinn ljái harm- þrungnum eiginmanni og móðurlausum börnum hjálp og liðsinni í þessu mikla mótlæti! Um leið og séra Jón Bjarnason kom heim frá fundinum f Selkirk, lagðist hann veikr af lungnabólgu og hefir legið alihættulega, en er nú á batavegi, þeg- ar þetta er ritað. F. J. B. Hr. Ólafr. S. Þorgeirsson, 678 Sherbrook St.., er féhirðir og ráðsmaðr ,, Sameiningarinnar. ‘ ‘ ,,VERÐI LJÓS!“—hið kirkjulega mánaðarrit þeirra séra Jóns Helgasonar og Haralds Níelssonar í Reykjavík — tii sölu í bókaverzlan Halldórs S. Bar- dal f Winnipeg og kostar 60 cent um árið. ,,EIMREIÐIN“, eitt fjölbreyttasta og skemmtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, mvndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. Fæst hjá Hall- dóri S. Bardal í Winnipeg, Jónasi S. Bergmann á Garðar o. fl. ,,ÍSAFOLD“, eitt mesta blaðið á fslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku $1.50. Halldór S. Bardal í Winnipeg er útsölumaðr. ,,SAMEININGIN" kemr út mánaðarlega, 12 númer á ári. Sunnudags- skólablaðið ,,Kennarinn“ fylgir með ,,Sam.“ í hverjum mánuði. Ritstjóri ,,Keo.narans“ er séra N. Steingrímr Þorláksson, WestSelkirk, Man. Árgangs- verð beggja blaðanna að eins Si; greiðist fynrfram. — Skrifstofa ,,Sam. “: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnasonfritst.), FriðrikJ. Bergmann, ólafr S. Þorgeirsson, N. S. Þcrláksson, Pétr Hjálmsson, Wilhelm H. Paulson, Halldór S. Bardal.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.