Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 14
igo hluti og staöhœfir það, sem hann ekki veit neitt um, og þá ef til vill fer með ósannindi á þessari alvarlegu stund, þá óvirðir hann sjálfan sig og embætti það, sem hann hefir á hendi. En þegar vér nú stöndum við grafir framliðinna ástvina vorra, hvað er þá hin eiginlega huggun vor og hlýtr að vera huggun sérhvers, sem grætr þar? Hví grætr hann? Af því vinrinn er dáinn. Dauðinn hefir tekið hann burt, hrifið hann með kaldri hendi burt af heimilinu. Hvað á syrgjandinn eftirþreyjandi þá að heyra, sem getr gefið honum verulega huggun, annað en þetta: ,,Vinr þinn lifir‘ ‘? ,,Stúlkan er ekki dauð, heldr sefr hún. “ Það er huggunarorðið. Það var efnið í líkrœðu Jesú Krists. Vinrinn lifir; honum líðr vel; hann er sæll; vill hvergi annarsstaðar vera en þar sem hann nú er, hversu sárt sem eg syrgi. í þessu er þó sannarleg huggun. Og þetta vill prestrinn innilega gjarnan geta sagt. Þá notar hann alla heimild, sem frelsarinn hefir gefið honum, og hluttekning hansí sársauka syrgjendanna hrífr hann til að hugsa um hinn iðranda ræningja á krossinum ogum þettaorð: ,,Hinn brákaða reyrinn mun hann ekki sundrbrjóta og hið dapra ljós ekki slökkva, þangað til hann hefir unnið sigr rétt- lætinu til handa. ‘ ‘ Þegar prestrinn gjörir það, á hann þó sem ráðvandr þjónn sannleika Jesú Krists að boða, að allt sé fyrir verðskuldan Krists. Huggunin í þessu, hressingin í sorg- inni, ljósið í gröfinni, fyrir sakir hins dána, er upprisa frelsara vors Jesú Krists. Því ætíö á hann að bera í minni þessi orð: ,,En ef Kristr ekki er upprisinn, þá er vor kenning ónýt og trú yðar líka ónýt“—og: ,,því ef dauðir ekki upprísa, þá er Kristr ekki upprisinn; en ef Kristr er ekki upp risinn, þá er trú yðar ónýt; þér eru^ þá enn þá í yðar syndum, og þeir, sem sofnaðir eru í Kristi, glataðir“ (i. Kor. 15, 14. 16.18.) Þegar prestrinn huggar á þessum grundvelli þá getr hann gengið frá jaröarförinni ineð frelsaðri samvizku. Háttvirti vinr minn! Svona hugsa eg um þetta mál. Drottinn blessi þig, og þitt starf, og gefi oss, sem settir erum til að vitna um synd og dauöa, um náðina og Krist, sinn heilaga anda, svo að vér getum fengið vizku og hugrekki til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.