Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 15
aö vinna aö því háleita starfi ráðvandlega honum til dýröar og sjáifmn oss og bræörum vorum til sáluhjálpar. þinn í drottni, H. B. Th. -------—---------------- Síöan síöasta blaö ,,Sam. “ kom út hefir féhirði kirkju- félagsins verið sendir $5.60 frá Fjallasöínuöi, $3.00 frá Pétrs- söfnuöi, til stuðnings trúboöi meöal íslendinga. Og í heið- ingja-missíónssjóö, frá Garöar-söfnuði $7.70; Þingvallasöfn- uði $5.90; Argyle-söfnuöum $12.00; Lincoln-söfnuöi $5.50; St. Pálssöfnuöi $12.75. Trúmálafundir. Tveir trúmálafundir voru haldnir hér í Winnipeg mánudaginn 13, og hriðjudaginn 14. febrúar, fyrra daginn í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar, en hinn síðara í kirkju Tjaldbúðarsafnab'ar. Umtalsefni á fyrra staSnum var fretta: ,,Hvernig eiga kiástnir menn að taka árásum, sem gjörðar eru á trú þeirra og kristindóm af hálfu andstœðinga þeirra?“ Var séra Friðrik Hall- grímsson þar málshefjandi og spunnust út af þessu efni allfjörugar umræðr. Meðal annars var bent á þá stillinq tráarinnar, sem veit að öllu er óhætt, því allt hvílir í drottins hendi. Sannleikrinn hvílir á grundvelli svo öruggum, að óvinir hans fá aldrei neinu til leiðar komið Kristnir menn þurfa því alls ekki stöðugt að vera að halda. vörn uppi fyrir sannleikanum í ræðu eða riti. En hver einasta árás á að hvetja þá til ötulli starfsemi. Þegar árásirnar eru sem harðastar, eiga þeir með öllu móti að leitast við að sannfœra einstaklingana, styrkja þá, er veikir kunna að vera í trú sinni, telja þeim hughvarf, sem and- vígir eru kristindóminum, laða menn og leiða með kyrrlátri starfsemi og þolin- móðri til þekkingar |á frelsaranum. Arásirnar eiga lílta að lcenna kristnum mönnum þaH göfus;ly>idi trúarinnar, sem ávallt er svo dýrmætt, en aldrei kemr að betra haldi en f viðreign vorri við andstœðinga í trúarefnum. Þá skyldi kristinn maðr ávallt gæta þess að gjöra öðrum ekki rangt til, heldr temja sér þá sanngirni trvarinnai, sefn ætíð er fús til að kannast við allt það, er andstœðingr- inn kann að hafa til síns máls. Vopn sanngirninnar verðr ávallt bezta vopnið og farsælasta,—sigrsælast einmitt þá, þsgar mest kann freisting að vera til hins gagnstœða. Að síðustu geta árásirnar kent kristnum mönnum þá verkhyggni tníarinnar, er fœrir sér f hvert skifti það andlega rót í nyt, er þá kemr á hugi manna. Þótt sumir verði fyrir þær ákveðnari f neitun sinni, eru ávallt aðrir, sem að einhverju leytikunna að verða móttœkilegri fyrir sannleikanum og betr fást til að hugsa um hann en endrarnær. Þá þurfa kristnir menn á þeirri verk- hyggni að halda, sem þetta fœrir sér í nyt, og einmitt gengr þá með mestum ötulleik að starfi sínu, þegar andblástrinn er mestr. Efnið, sem rætt var um síðara kveldið í kirkju Tjaldbúðarsafnaðar, var þetta: ,,Hverjaþýðing hefir það fyrir manninn að heyra kristnum söfnuði til?‘‘ Séra Jón Bjarnason var þar málshefjandi. Tekið varfram, hve hættulegt það væri að einangra sig í kristilega tilliti. Kristindómrinn væri líka þes3 eðlis, ag

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.