Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.02.1905, Blaðsíða 11
187 bann syngr: ,,Lát þér þóknast orðræSur míns munns og mál- iS míns hjarta, drottinn, mitt bjarg og minn endurlausnari. “ Þegar vér prestar þá eigum aö vinna þetta alvarlega em- bættisverk, aö tala viö útfarir framliðinna, þá látum oss vera ráövanda gagnvart guöi og náungum vorum í þessu tilliti: að taka allt til greina og hugsa um alla og hvað þeir eru og þurfa. En í ráðvendninni er og annaö; og það er þetta: Hvað segir guö um oss og líf og dauða ogeilífð? Hvað myndi Jesús vilja prédika? Ef Tesús væri hér sýnilega staddr við þessa líkkistu eða þessa gröf, hvað myndi hann þá segja? Getr nokkur bent mér á, að Jesús eða postularnir hafi á nokkrum stað í hinum helgu orðum sínum eða ritum talað um önnur undirstöðuatriði eða aðalefni en þessi: synd, dauða, náð, cndrlausn í Kristi? Það má víst óhætt fullyrða, að við öll tœkifœri, allsstaðar, í tíma og ótíma, hafa þeir talað um þetta. Það myndi fara oss illa að fara að breyta út af þvf. Það er hætt við, að ekkert gott kœmi af því. Páll postuli heldr t. d. líkrœðu—eða það, er svo má kalla, í bréfi sínu hinu fyrra til Korinþumanna; eins Kristr í mörgu því, sem hann segir; en eg finn, að umtals efni þeirra er þetta: synd, dauði sem laun syndarinnar, náð, upprisa framliðinna, sáluhjálp og sýkn fyrir sakir Jesú Krists. Eg finn ekkert annað. Eg heyri að vísu Krist segja við ekkjuna í Nain: ,,Grát þú ekki. “ Þá huggun gefr hann hinu hrellda hjarta móðurinnar. Hann stendr þar hjá henni með lífið í sínu valdi og gefr hennieinka- soninn hennar aftr. En þa8 lff, sem hann boðar og veitir, er til að eins fyrir hann, fyrir hans endrlausnarverk. Við jarð- arförina eiga allir að heyra þetta, hvernig sem ástatt er fyrir þeim, hvort heldr það eru vantrúarmenn eða hrœsnarar eöa trúaðir eða syrgjendr, Það orð, sá boðskapr, mun nú á vor- um dögum, eins og áðr vinna sitt verk, og eins mun verða svo lengi sem heimrinn stendr. Og sem þjónar Krists eigum vér ekki að standa þeim boðskap í vegi. í því eigum vér að vera ráðvandir verkamenn og hisprslaust að boða hann. Ef vér ekki erum ráðvandir í þessu, þá verðum vér svikarar. Það er ekkisatt, aö vér séum á greftrardeginum þjónar þeirra,sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.