Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1905, Page 20

Sameiningin - 01.03.1905, Page 20
ið góðra áhrifa streyma svo lœkirnir, sam mynda hinn aflmikla straum hins kristna þjóSfúlags. Þeir, sem því vilja þjóðfé- laginu vel, eigá að leggja fram krafta sína til þess að gjöra smáu lindirnar hreinar og heilnærnar. III. Hermon. Það er helzt álitið af guðfrœðingum, aö ummyndan Jesú hafi farið fram á fjallinu Hermon, austan árinnar Jórdan, rétt um norðr-takmörk Gyðingalands. Vér látum það duga, að fylgjast þar rneð. Asamt Jesú og Móses birtist þar einnig Elías. Með því er æfistarf hans krýnt hinum mesta heiðri. Sólstafir hinnar himnesku dýrðar berast frá honum og lífs- stríði hans, er hann birtist á ummyndunarfjallinu. En hin fjöllin tvö gefa oss hugmynd um, hvað það var, sem leiddi fram kórónu dýrðarinnar á Hermon. Karinel sýnir sterkasta aflið, sem mönnum er gefið, hugrakka, sigrsæla trú, sem fús- lega leggr fram eigin persónu hve nær sem er eftir drottins boði; því ,,trú vor er sigrinn,, sem hefir sigrað heiminn. “ Hóreb sýnir, hvernig þessi trú verðr í gegn um synd og sorg í drottins hendi að dýpra og skilningsrneira trausti, trausti, sem upp frá því lætr ekki sjónhverfingar tímans varpa skýi fyrir augu sér. Hérmon sýnir, hvernig drottinn meðtekr og sœmir hina reyndu trú, sem rutt hefir veg gegn um freistingar, sorgir og örðugleika ltfsins. Ef vér eigum Karmel og Hóreb í lífi voru, þótt í smáum stýl sé, liggr einnig Hermon himn- anna fyrir oss. Ef vér eigum einlæga trú og lofum sorgun- um aö styrkja þá trú, þótt verkahringr vor væri hinn minnsti sem til er a jörðu, verðr sú trú meðtekin af himnaföðurnum eins og væri hún hið dýrasta djásn. Hr. Ólafr. S. Þorgsirsson, 678 Sherbrook St.., er féhirðir og ráðsmaðr ,, Sameiningarinnar. ‘ ‘ ..EIMREIÐIN", eitt fjölbrsyttasta og skemmtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti Fæst hjá Hall- dóri S. Bardal í Winnipeg, Jónasi S. Bergmann á Garðar o. fl. ,,ÍSAFOLD'‘, eitt mesta blaðið á Islandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku #1.50. Halldór S. Bardal í Winnipeg er útsölumaðr. .SAMEININGIN" kemr út mínaðarlega, 12 númer á ári. Sunnudags- skólablaðið ,,Kennarinn“ fylgir með ,,Sam.“ í hverjum mánuði. Ritstjóri ,,Kennarans“ er séra N. .Steingrímr Þorláksson, WestSelkirk, Man. Argangs- verð beggja blaðanna að eins $1; greiðist fyrirfram. — Skrifstofa ,,Sam. 704 RossAve., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnasonjritst.), FriðrikJ. Bergmann, Ólafr S. Þorgeirsson, N. S. Þcrláksson, Pétr Hjálmsson, Wilhelm H. Paulson, Halldór S. plardal.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.