Sameiningin - 01.01.1906, Qupperneq 6
i66
— eins og þeir aö eins væri að sofna. Stundum koma sina-
teygjur fyrir hjá deyjandi mönnum, en einnig þá er algjört
meövitundarleysi ráðandi, og sársauka-tilfinning alls engin.
Og þar sem þá dauðinn sjálfr ekki hefir neina líkamlega
kvöl í för meö sér, hví skyldi þá þurfa aö hræöast hann, þegar
um hann er hugsað frá andkgu sjónarmiði? Gætum að, hvaö
hann gjörir kristnum manni.
Dauðinn frelsar hann frá slysum, sjúkdómum og þjáning-
um, sem vofðu yfir líkamslífi' hans alla æfi—margskonar þraut-
um, sem hann oft varð út að taka, stundum meö mestu harm-
kvælum og þeim afar langvinnum.
Ðauðiun frelsar hann frá allri sorg. Enginn, sem kemst
úr œsku, sleppr undan sorg. Og margar sorgir margfaldast
meö líðandi árum og bera ofrliði jafnvel hinar hugrökkustu
sálir. Allr þorri mannkynsins heyrir til hópi þeirra, sern
„erviða og þunga eru hlaðnir".
Dauðinn opnar kristnum manni hlið himnaríkis. Þótt vér
ekki vitum neitt um einstök atriði lífsins á himnum, þá vituni
vér. þó, að þár munum vér lifa í eilífri sælu; þar verðum vér í
návist guðs sjálfs; þar sjáum vér og drottin vorn Jesúm Krist
og þekkjum hann til fullnustu; þar verðum vér algjörlega und-
ir áhrifum heilags anda; þar hittum vér hina helgu menn frá
öllum öldum; þar sameinumst vér aftr ástvinum vorum, seni
farsællega eru komnir yfir um á undan oss, og á sínum tíma
koma þangað einnig hinir, sem vér höfum látið eftir liér á jörð-
inni; þar mun hinn andlegi sjóndeildarhringr vor fœrast út
langt langt fram yfir það, sem oss er nú auöið að skilja; þar
verör leyst úr öllum ráðgátunum, sem heyra til hinni jarönesku
tilventyfpg allt slíkt verör oss ljóst eins og bjartr dagr; þar
fáum vér að vita, hvers vegna vandræði, vonbrigði og þrautir
heyrðu til hlutskifti voru hér á jörðinni, og hvernig á þvi stóð,
að slíkt var nauösynlegt til þess hinn innri maðr vor fengi
þroskazt í rétta’ átt, og hvers vegna vísdómsráð guðlegrar for-
sjónar var eins og það var, ekki að eins að því, er sjálfa oss
snertir, heldr og mannkynið í heild sinni. Þar hverfr, með öör-
um orðum, allt, sem illt er, en allt, sem er gott, verör eilíf eign
■vor.