Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 11
i6y félagsins verði aö eins undirbúningsskóli undir College-nám, þá leiSir af sjálfu sér, aö íslenzkan verör ekki lengr viörkennd námsgrein á College-skÖWvnnm í Manitoba. íslenzkir nemendr yröi 1>ví aö læra íslenzku aukreitis í undirbúningsdeild- inni, eöa þá aö læra einhverja námsgrein (ilíklega þýzku, frönsku eða grískuý utan skóla áör en þeir byrjuöu nám í fyrsta bekk Co//^g^-deildarinnar. Og þó að ís- lenzka væri viðrkennd námsgrein í undirbúningsdeildinni, væri þetta eins þröskuldr í vegi nemendanna fyrir því. Jafnvel eins og nú stendr er ástandið full-slæmt, því nú getr enginn nemandi tekið burtfararpróf í nýju málunum, nema hann annaðhvort lesi íslenzku frá byrjun sem aukanámsgrein, eöa þá alls ekki. En flestir nemendr hafa nóg að gjöra öll ár- in, einkum byrjendr, eins og sést bezt á úrslitunum við nýaf- staöin próf úr undirbúningsdeildinni, þar sem meiri hluti ís- lenzkra nemenda ýmist féll við prófin, komst í gegn með naum- indum, eöa ritaði alls ekki. Collegiatc-skóYmn í Winnipeg hefir mikiö álit, enda er hann bezti undirbúningsskólinn í fylkinu. Námstíminn þar er þrjú ár, en það er engin óþarfa timaeyðsla. Þar hafa nokkrir íslendingar stundað nám, meö góöum árangri, og líkindi eru til, að sá skóli veröi meir sóttr framvegis. Því fullkomnari sem islenzk skólastofnun verör, eru meiri líkindi til Þess að styrk megi fá hjá innlendum auðmönnum. Að sönnu er það veik von og fallvölt, en svo mikið má full- yrða, að ef þeir fást ekki til að styðja íslenzkt College, þá veita þeir því síör hjálp íslenzkum undirbúningsskóla. Aö því er snertir Bandarikja-íslendinga, þá viröist það ekki vera neitt brennandi spursmál að fá kennslu i íslenzku. Mér er sagt, að það sé miklu fleiri íslendingar viö ríkisháskólann í Norðr-Dakota ('i Grand ForksJ en við Gustavus Adolphus. Sem eðlilegt er ræðr merkjalínan milli Minnesota og Dakota þar mestu, og yfir því getr maðr varla orðið forviða. Það er ekki nema eðlilegt. En það nœgir til að sýna, hvert stefnir. Þó hefi eg heyrt, að íslendingar í Grand Forks hafi komið á fót all-stóru íslenzku bókasafni þar, og er það i alla staði virð- ingarvert. Þvi er ekki að neita, að Það er talsvert Þyngri byrði að halda við College-skóla en undirbúningsdeild. En ávinningr- inn er langt um meiri en tapið. Það var gjört ráð fyrir, að kostnaðrinn viö Academy mundi verða $5,000 árlega, og mutn þaö láta nærri. Kostnaðrinn við College-skóXa. verðr um $9,000 árlega. Ef sleppt væri tveirnr efstu bekkjunum, yrði kostnaðr-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.