Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 20
176
fannst honum það skylda sín að fara aö starfa eitthvaö. Hann
kaus sér þaö aö reyna aö ná fullorðnu fólki inn í sunnudags-
skólann, og hann afréð að nota sömu aðferð eins og hafði verið
notuð við hann. Hann stofnaði því sérstakan flokk í sunnu-
dagsskóla kirkju sinnar fyrir fullorðna karlmenn. Sú stofnun
hvílir á tveimr einföldum grundvallarsannindum: Fólkið næst
með því að sýna því persónulegan hlýleik; og fólkið heldur á-
fram með því, að því sé fengið starf og starfið látið fara fram
eins skipulega og í beztu verzlunarhúsum. Flokknum var gef-
ið sérstakt nafn: Baraca, sem er hebreskt orð úr 2. Kron 20,
26 og rnerkir blessun. Síðan kaus flokkrinn sér embættismenn.
Það eru um 15 ár síðan þessi flokkr hófst. Hugmyndin
hefir reynzt vel. Flokkrinn er orðinn ákaflega stór. Flokkr
með samskonar fyrirkomulagi var stofnaðr fyrir kvenfólk.
Hugmyndin hefir útbreiðzt; flokkar með sama fyrirkomulagi
verið stofnaðir víðsvegar, svo meðlimir þeirra eru nú samtals
um 200,000.
Ýms dœmi þess sýndi hr. Hudson, hvernig starfið fer
fram. Flokkrinn sjálfr í heild sinni vinnr að því, að auka með-
limatölu sína. Liggr þá oft fyrir spurningin um það, hvernig
það geti tekizt að ná einhverjum sérstökum manni. Er því þá
stundum ráðstafað þannig, að einhverjum meðlim er falið að
tala við þann mann á mánudag og bjóða honum í flokkinn, öðr-
um á þriðjudag, og á sama hátt ráðstafað hinurn dögum vik-
unnar. Fer þá maðrinn, sem verðr fyrir heimsóknunum, að
hugsa, að það hljóti að vera eitthvað varið í starf, sem svona
sé unnið.
Sögu sagði hann af því, að eitt sinn vantaði heilan hóp af
meðlimum flokksins. Þegar hann fór að grennslast eftir á-
stœðum fyrir því, var honum sagt, að þeir væri allir í knattleik
og að ómögulegý væri að fá þá aftr fyrr en með haustinu. Það
væri frábær snillingr í knattleik, sem stœði fyrir þeirri skemmt-
un á hverjum sunnudegi, og piltarnir þyrptist utan um hann,
Þá fór hr. Hudson að læra knattleik og fá menn sína til þess
að koma í leik með þessum snilling. Svo fóru leikir um síðir,
að maðr þessi gjörðist meðlimr í Saraca-flokknum. Knattleik-
irnir fóru fram á öðrum dögum en sunnudögum og allir komu
til baka, sem höfðu yfirgefið flokkinn.
Aftrhvarfsdagr. Eitt atriði enn vil eg leyfa mér að nefna
í sambandi við sunnudagsskóla-þing þetta. Það er farið að
tíðkast víða í sunnudagsskólum reformeruðu kirkjudeildanna, að
tilteknir eru annað veifið fyrirfram sunnudagar, sem nefndir
eru aftrhvarfssunnudagar (decision day). Er þá ætlazt til, að