Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 32
SÓIJN OG DAGGARDROPINN. ÞiS hafiS víst öll heyrt getiö um hað, aö sólin er afar stór eldhnöttur, miklu miklu stærri en jörði'n, sem viö búum á. Ef Þiö fariö á fætur einhvern morguninn, þegar sólin er ný-komin upp, þá sjáið þiö óteljandi daggardropa, sem glitra á hverju grasi og hverju blómi. Þeir eru mjög smáir, þessir dropar, svo sem á stærö viö títuprjóns-höfuð; en þó speglar morgunsólin sig í hverjum einasta þeirra. Gáiö aö einum dropanum; hann skín eins og gimsteinn; þaö stafa út frá honum geislar eins og sól- inni. Myndin af þessum stóra, skínandi eld-hnetti kemst öll saman fyrir í daggardropanum litla. Er það ekki skrítiö? Eg skal segja ykkur, hvernig stendur á því. Þaö er af því að dropinn er alveg hreinn og tær. Ef Það væri gruggugt vatn í lionum, þá gæti hann ekki speglað sólina meö öllum hennar ljóma. Viö erum enn þá minni í samanburði viö guð en daggar- droparnir í samanburði við sólina. En þó geta hjörtu okkar speglað dýrð hans, og sent út frá sér geisla af elsku hans, ef þau eru nógu hrein. Ef við gerum það, sem ljótt er og vont, þá veröur hjarta okkar óhreint; Þá getur ljóminn af elskunni guðlegu ekki speglast þar; og þá getum við aldrei fengið að sjá dýrð drottins, sem er miklu miklu fegri en dýrð sólarinnar, þeg- ar hún kemur upp á morgnana. Því sagði frelsarinn: „Sælir eru hreinhjartaðir, því þeir munu guð sjá.“ Við erum öll syndug, og getum ekki haldið hjörtum okkar hreinum; en guö getur það, og hann gerir það fyrir okkur, ef við biðjum hann þess á hverjum degi. Það er langt síðan eg las ofur litla smásögu. Hún er mér ávalt í fersku minni, af því mér þykir hún svo falleg. Eg skal segja ykkur hana. Það var einu sinni herramaöur á gangi í einni stóru borg- i'nni hér í Ameríku. Hann mætti litlum telpu-hnokka, svo sem átta ára gamalli. Stúlkan var í slitnum fata-görmum og ber- fætt; og hún rogaðist með ungbarn í fanginu. Barnið var stórt og feitt; og herramaðurinn skildi ekkert í, hvernig stúlkan gat borið það svona lengi. „Er hann ekki alt of þungur fyrir þig, krakkinn sá arna?“—spurði hann. „Uss, nei,“—sagði t&lpan; „hann er ekkert þungur; hann er bróðir minn.“ Hafið þið nokkurn tima hugsað um byrðfna þungu, sem Jesús bar fyrir okkur? Eg meina píslirnar, sem hann varð að líða fyrir okkur öll, af því við erum svo vond? Voru þær ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.