Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 17
i73 ■þess aí5 eg gjcri at> nokkru leyti lítiö úr því verki, sem þar er unniö, meö þessum ummælum. Hún er ekki nema ein af námsgreinum skólans; áhrif kenn- arans ekki nema eins manns verk, og öll önnur áhrif eru óbein- línis í gagnstœöa átt, þótt kennararnir sýni þess aldrei nein merki, aö þeir fyrirlíti útlend Þjóöerni eöa útlend sérkenni í hugsun og framkomu nemendanna. En standist ekki þeir nemendr Þessa eldraun, sem uppaldir eru úti í íslenzkum nýlendum, þá er lítil von um aöra. Eundar, Man., 13. Júlí 1907. SUNNUDAGSSKÓLA-ÞING MANlTOBA-FYLKIS. Eftir séra Rúnólf Marteinsson. Til er félag þaö, sem nefnist Sunnudagsskólafélag Manito- ba-fylkis. Heldr það þing á hverju ári einhversstaðar í fylk- inu. Félaginu er skift í 26 héraðsdeildir, og halda Þær einnig ársþing hver fyrir sitt hérað. Tilgangr félagsins er sá, aö efla sunnudagsskóla-starfsemina yfirleitt í fylkinu, stofna skóla þar sem engir eru og hjálpa Þeim, sem þegar eru stofnaö- ir, til aö vinna betr verk köllunar sinnar. Félagið tilheyrir engri sérstakri kirkjudeild, en vill fá að vera hjálplegt öllum kristn- um sunnudagsskólum fylkisins, hverri kirkjudeild sem þeir til- heyra. Engu aö síör nær ekki starfsemi þessi til allra kirkju- deilda. Kaþólska kirkjan tekr engan þátt í starfi þessu; og lúterska kirkjan ekki heldr. Starf félagsins er Því allt í hönd- um reformeruöu kirkjudeildanna, og er allt unniö í hennar anda. En þeir kirkjuflokkar skipa öndvegi í sunnudagsskóla- starfseminni í heiminum. Það er blátt áfram sannleikr, hvort sem oss lúterskum mönnum er geöfellt að játa þaö eöa ekki. Það er því alls ekki ólíklegt, að Þær kirkjudeildir geti kennt oss sitthvað í þessu sunnudagsskóla-starfi, og víst er engin synd aö læra hið góöa og sanna, hvaðan sem það kemr. Þetta félag hélt hið 28. ársþing sitt 2.—4. f. m. í Fyrstu Baptista- kirkju í Winnipeg. Sá, sem þetta ritar, var kosinn af sunnu- dagsskóla Fyrsta lúterska safnaðar hér í bœ, ásamt þeim ungfrú : 'i Tho láksron og hr. Jóhannesi Bergmann Jóhannessyni, sem bæði eru þar sunnudagsskólakemarar, til að moeta á þessu bingi. Þingið hófst kl. 2 e. h. þriðjudaginn 2. Júlí, og var því lokið um kl. 10 á fimmtudagskvöld í sömu viku. Margt rétt viðvíkjandi sunnudagsskólastarfinu var þar tekiö fram. Á- nœgjulegt og uppbyggilegt yfir höfuð var að vera þar og hlýða á það, sem fram fór. Að minnsta kosti var áheyrandinn knúðr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.