Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 18
1/4 til aö hugsa alvarlega um þetta mikla mál. Eg ætla ekki aö reyna aö segja frá öllu, sem gjörSist á þinginu, heldur aS eins víkja aS þeim atriSum, sem mér finnst sérstök ástœSa til aS minnast á. Samkomustaðrinn. Þegar í fordyri kirkjunnar, þar sem þingiS var haldiS, sást fljótt, aS eitthvaS var um aS vera. Á stóru borSi, sem sett var þar viS vegginn beint á móti þeim, sem inn kcmu, var hlaSiS stórum bunkum af allskonar skýrslum viS- víkjandi ýmiskonar starfi félagsins og mörgum öSrum leiSbein- atidi ritgjörSum, snertandi umrœSuefni þau, sem fram komu á þinginu. Einnig voru þar til sölu merki, sem erindsrekar keyptu og báru meSan á þinginu stóS. Inni í kirkjunni sjálfn var prýtt meS flöggum og ýmiskonar einkunnarorSum, er prent- uS voru á dúka. Rétt yfir rœSupalli stóSu orSin Jcsns only ýaS eins JesúsJ. Yfir pipu-organinu voru flögg brezka ríkisins og Bandaríkjanna. AnnarsstaSar voru fánar meS hvítum krossi á rauSum dúk og svo orSunum: ,,MeS þessu merki skaltu sigra.“ Annar dúkr var þar meS aSal-einkunnarorSum þingsins, er tek- in voru úr 2. Tim. 2, 15: ,,Legg kapp á aS auSsýna þig vandaS- an verkamann fyrir guSi, er ekki þarf aS skammast sín og fer rétt meS sannleikans lærdóm.“ Undirbúningr. Af þessu, sem aS ofan er sagt, má sjá aS nokkru leyti, aS búiS hefir veriS undir þingiS; en margt fleira bar þess rnerki. Enda hefir félagiS sérstakan rnann, sem þaS launar til þess aS gefa sig eingöngu viS starfi þess, auk margra embættismanna, sem vinna launalaust og rétta starfinu þá hjálp- arhcnd, sem ástœSur þeirra leyfa. PrentuS skrá yfir allt, sem fram skyldi fara á þinginu, lá fyrir áSr en þaS byrjaSi. Sér- hverju atriSi var þar afmarkaSr timi. Jafnvel öllum starfs- máluni, svo sem kosningu embættismanna, var ákveSinn tiltek- inn mínútna-fjöldi. Þessari dagskrá var, aS heita mátti, ná- kvæmlega fylgt frá byrjun til enda. Allar skýrslur frá sérstök- um embættismönnum eSa nefndum lágu fyrir prentaSar þegar i þingbyrjun. Stundum höfum vér íslendingar í kirkjufélag- inu hér veriS aS reyna til aS leysa úr þeirri spurning, hvort svcna lagaSir fundir ætti aS vera eingöngu samtöl eSa aS mestu leyti erindi frá sérstaklega vel undirbúnum rœSumönnum. Mér virSist, aS þetta félag hafi komizt aS hinni einu heppilegu úr- lausn á því máli, þeirri, aS hafa hvorttveggja. Undirbúningr þingsins var meSal annars í þvi fólginn, aS safna aS sér mönn- um sunnan úr Bandaríkjum, sem höfSu afkastaS einhverju mikilvægu í sunnudagsskóla-starfseminni. En líka var á dag- skrá ætlaSr tími í heppilegum hlutföllum fyrir umrœSur um

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.