Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 12
i68 inn um $7,000, ef miöaö er viö $r,ooo kaupgjald. En ef svo fnllkominn skóli er reistr, er íslenzkunni borgið á sama hátt og nú. Þá eru og mikil líkindi til, aS skólinn íslenzki komist i samband viö Manitoba-háskólann, og fái ókeypis lóð til aö byggja á, þegar háskólaráöiS hefir komiS sér sarnan urn, hvar nýja byggingin þeirra skuli standa, sem aS líkindum verSr bráSlega. ÞaS mun ekki ofsagt, aS þaS sé 30,000 íslendingar vestan hafs. Sorglegt er til þess aS vita, ef ekki má treysta því, aS fjórSi hver íslendingr hér vestra vildi leggja einn dollar af mörkum árlega til aS viðhalda slíkri stofnun, og yrSi þaS þó meira fé en þyrfti, sérstaklega, ef tekst aS hafa saman þann sjóS b'ráSlega, sem kirkjuþingiS gjörði sér von um. Eyrir mitt leyti hefi eg fyllilega svo mikla trú á mannlyndi Vestr-ís- lendinga og býst viS, aS svo veröi, þangaö til þeir sýna, aS þaS hafi veriS oftraust. AS því er þaS snertir, aS skólinn hafi áhrif í kristilega átt, þá er það í höndum skólastjórnarinnar hver sem hún verðr að sjá um, að velja þá menn í embætti viö skólann, sem hún treyst- ir í þeim sökum, enda lítill vafi á, aS þaS yrði gjört. II. Um nokkur undanfarin ár hafa íslendingar í Manitoba leitað frœðslu sinnar á Wesley College fremr öörum skólum þessa fylkis. Tvær eru aðallega ástœður fyrir því: sú önnur, aS fyrstu ísl. nemendr viö þann skóla fÞorvaldr heitinn Þorvaldsson o. fl.J voru duglegir námsmenn og neyttu allra krafta sinna til aS afla sér þekkingar, þar til þeir útskrifuöust; hin ástœðan er kennsla sú í íslenzku, sem kirkjufélagiS hefir annazt um þar í nokkur undanfarin ár. Þegar á fyrsta árinu sem íslendingar voru viS þann skóla var lokiö lofsorði á starf þeirra. AfleiS- ingin var auðvitaS sú, aS fleiri Islendingar fýstust þangaS, sér- staklega vegna þess, aS þeir gæti einnig fengiö þekkingu á móSurmáli sínu og bókmenntum þess. En um leiö er rétt aö geta þess fhvað mikiö sem talaS er um námsþrek íslendingaj, aö færri hafa skaraö fram úr hlutfallslega eftir þvi sem fleiri komu. Þetta er líka eSlilegt. Wesley-skólinn setr engin inntöku- skilyrSi. Hver unglingr, sem getr og vill borga skólagjald sitt (um $4oj, má stunda þar nám. Svo hafa og sumir unglingar veriS hvattir til að ganga á skólann, þótt þeir hafi ekki áSr neinnar menntunar notið, og er slíkt vanhugsaS, nema verra sé.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.