Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 33
189 óttalegar ? Hann bar þá þungu byrði af Því hann elskaSi okk- ur. Og litla stúlkan rogaðist meö hann bróður sinn i fanginu af því henni þótti vænt um hann. Sjáiö þiö nú, hvernig elska Jesú Krists getur speglaö sig í barnshjartanu? G. G. MUNUR Á BÖRNUM. Þaö voru tvö börn. Bæöi höfðu þau gert dálítið fyrir sér. Faöir þeirra kallar á annað þeirra og bendir því á, hvaö þaö hafi gert. í staö þess nú aö kannast við yfirsjón sína og segja: „Það er satt; Það var ekki rétt af mér. Fyrirgefðu mér, pabbi minn-“—, þá gerir það ekkert úr því. Segir, aö Þaö hafi ekki gert neitt til. Faðirinn kallar svo á hitt bjrnið. Talar sömuleiðis viö það um það, sem það haföi illa gert. En í stað þess að gera lítið úr því eins og hitt barnið eða að afsaka sig kemur það þegjandi til föður síns og kyssir hann. Hvað honuni þótti vænt um þann koss! En var ekki munur á börnunum? HLÍFÐU TAUGUNUM ÞÍNUM. Fögur kona ein gaf stúlku, sem hrifin var af fegurð henn- ar, ráðleggingu þessa: „Hlífðu taugunum þínum, og lofaðu þeim ekki að veröa of viðkvæmar. Vendu þig á stillingu. Ef þú missir af lest, þá skaltu ekki ganga frarn og aftur um pallinn hjá brautar-stöðinni eins og þú værir óð, heldur skaltu spyrja, hvenær næsta lest fari, setjast svo niður og bíða róleg. Þetta er það, sem fæstar konur gera. Ef til vill setjast Þær niöur, en lemja svo gólfið með tánum, ýmist kreppa hnefann eða rétta úr h num, og haga sér eins og Þær sé í sjóðandi æsing, hvert skifti sem lest kemur, Þó þær hafi verið fullvissaðar um, að lestin þeirra komi ekki fyrr en að hálfri stundu liðinni. Þessa hálfu stund verða þær fyrir afskaplegu tauga-sliti, og verða í raun og veru mörgum vikum eldri fyrir bragðið. Reyndu nú að temja þér stillingu, en sé þér það ekki unt í bili, þá geturðu samt verið kyrr með andlitið á þér.“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.