Sameiningin - 01.08.1907, Blaðsíða 22
i78
Þrigja greinin í „Áramótum" frá ritstjóranum hefir til
fyrirsagnar: Hin postullega trúarjátning, og er þar sögulega
gjörö grein fyrir því, hvernig hiö elzta og lang-merkasta af
öllum játningarritum kristninnar varö til í fornöld. Með rit-
gjörö þeirri hóf séra Björn B. Jónsson trúmálsumrœöurnar á
kirkjuþinginu í sumar.
Næst á eftir ritstjórnargreinunum er ritgjörö eftir séra Jón
Bjarnason um Lausn kirkjunnar á Islandi úr læöingi, eða með
öörum oröum um skilnað ríkis og kirkju þar. Það mál hefir
aldrei áör, svo teljanda sé, veriö rœtt í tímaritum vorum hér.
En sennilega eru flestir kristindómsvinir í hópi Vestr-lslend-
inga á sama máli og höfundr ritgjörðar þessarar um það, aö
kirkjan eigi samkvæmt hinni upphaflegu drottinlegu hugsjón
hennar allsstaðar að vera óháð hinni borgaralegu stjórn — lika
á íslandi.
Þingsetningar-prédikan séra Kristins K. Ólafssonar er
næst; þar á eftir fyrirlestr sá, er séra Rúnólfr Marteinsson
flutti á kirkjuþinginu um kristindóminn og skynsemina; þá
fyrirlestr séra Friöriks J. Bergmanns urn þaö, er hann nefnir
Postullega stefnuskrá. Var á þetta þrennt, prédikanina og
fyrirlestrana, nokkuð minnzt í Júlí-blaöi „Sam.“, og skal ekki
nú neinu bœtt viö þau ummæli.
En síðan tekr við gjöröabók kirkjufélagsins á rúmum
hundraö blaösíöum í sama formi og samþykkt var á þingfund-
um. Ekki er hún í heild sinni fremr en slík þíngtíöindi áör
skemmtileg aflestrar, og all-ervitt er af henni aö átta sig á
gangi málanna, Því flest er þar sundrslitiö, og venjulega alls
engin grein fyrir því gjörö, hví málið það eöa þaö fékk þau úr-
slit, sem reynd varð á. Sum nefndar-álitin eru mærðarleg og
langt um of orðmörg. Ætti aö eins aö prenta örstutt ágrip af
slíkum skjölum. Og helzt ætti aö umrita þingtíöindin í heild
sinni og raöa efni þéirra skipulega niör áör en þau eru gefin út
á prent i ársriti, sem aö öðru leyti er eins vel vandaö til og þessa
þriöja heftis eöa bindis „Áramóta“.
Ritiö er nú miklu stœrra en áör og þó selt fyrir að eins 50
ct. eins og fyrri árgangarnir. í rauninni er þaö verö langt um
of lágt, og þarf upplagið allt að seljast til þess aö heita megi,
aö útgáfan beri sig aö því er kostnaöinn snertir.
Ný útgáfa er komin af ljóðmælum Kristjáns heitins Jóns-
sonar, og hefir bróöurson höfundarins, séra Björn B. Jónsson,
gengizt fyrir því fyrirtœki. Bókin er prentuð í Washington,
höfuöstaö Bandaríkjanna, hjá landa vorum hr. S. Th. Westdal,