Lífið - 01.01.1939, Page 41
LÍFIÐ
39
háttalagi sakborningsins, frá hinu smæsta til hins
stærsta, því að hver minsta hreyfing, jafnvel hver
veikasta stuna, var alveg sérstakt sönnunargagn,
sem galdradómararnir skildu út í yztu æsar. Ef
sakborningurinn hljóðaði eða grét, þá var það upp-
gerð til þess að losna við refsingu. Ef hann fékk
stífkrampa og hljóðaði ekki á meðan, þá var það
forherðing og var skoðað sem merki þess, að djöf-
ullinn veitti. honum styrk til að þola kvalirnar. Ef
hann þoldi píslirnar, án þess að blikna eða blána,
þá var auðsætt, að djöfullinn stældi hann í kvölun-
um. Ef hann misti málið, hafði satan tekið fyrir
munninn á honum og forhert hann. En ef hann
talaði af meiri greind en við mátti búast, þá var
það ný sönnun fyrir því, að hann hafði ofurselt sig
djöflinum, því að hann lét þjónum sínum í té ýms-
ar góðar gáfur, eins og t. d. að geta mælt í hend-
ingum eða sagt fram orð á óþektu tungumáli. Það
þótti alveg voðalegt, ef sakborningurinn rak upp
hljóð í kvölunum, er dómaranum heyrðist svipa til
útlendra orða, t. d. latnesku orðanna „ita“ (þann-
ig) eða ,,non“ (nei). Einnig þótti það sýna náin
mök við djöfulinn, ef sakborningurinn stamaði eða
hvesti tungubroddinn eða bretti upp á tunguna eða
rak hana út úr sér framan í rannsóknardómarann,
en þetta gat hæglega komið fyrir í krampateygjum
undan pyndingunum. Oft dóu píslarvottarnir með-
an á pyndingunum stóð. Og þá var það vitanlega
djöfullinn, er hafði tekið af þeim lífið, til þess að
þeir Ijóstruðu ekki upp leyndardómum fjölkyng-
innar eða segðu til manna, sem kynnu að hafa ver-