Lífið - 01.01.1939, Page 70
68
LÍFIÐ
tigu til þrjátíu, jafnvel fjörutíu stykki, en „leiði
karlinn" sá aftur um, að þeim gengi smjörfram-
leiðslan að óskum, að fénaðurinn þrifist vel og að
uppskera jarðarinnar yrði mikil. Jafnframt gaf
satan þeim vald til að láta nábúa þeirra og óvini
verða fyrir óhöppum.
Nornirnar skýrðu líka frá því, að þegar þær
lcæmu einhvers staðar, þar sem væru böm, eitt
eða fleiri, þá vaknaði fólkið ekki í húsunum, held-
ur vektu galdrakonurnar 'venjulega börnin með svo
feldu ávarpi: „Komdu nú, þú djöfuls barn, og
fylgdu mér til gestaboðsins!" Þá gætu börnin ekki
komið upp einu orði, hvorki sagt já né nei né
hrópað á hjálp, heldur yrðu þau að rjúka af stað,
stundum nakin, stundum að eins í skyrtu, en stund-
um alklædd. Þegar nornin hefði náð í barnið, færi
hún með það í loftinu á aðra bæi, í önnur þorp eða
héruð, þar sem hún bætti við hópinn.Léti hún þau,
sem hún hefði þegar náð í, bíða upp á húsþakinu,
meðan hún væri að ná í fleiri börn inni,ogsvo væri
aftur haldið af stað.
Sum af bömunum, sem voru yfirheyrð af galdra-
nefndinni um þátttökuna í þessum ferðalögum,
voru svo ung, að þau gátu varla talað. Sum skýrðu
•ófeimin frá öllu, sem fyrir þau hefði komið. Þau
lýstu t. d. búningi djöfulsins, sögðu að hann væri
í grænum kjól, í bláum eða rauðum sokkum og
með pípuhatt á höfðinu, sem væri með marglitum
snúrum. Skegg hefði hann rautt. Þau skýrðu frá
bllu sem fram fór við hinar dýru máltíðir í höll
satans uppi á Blákulla og lýstu smásmuglega öll-