Lífið - 01.01.1939, Page 71
LÍFIÐ
69
um ólifnaðinum, sem þar ætti sér stað. Þau sogðu,
að stundum hefði þó birzt þar hvítur engill, sem
hefði viljað draga þau út úr þessu helvíti.
Einstöku börn, tólf til fjórtán ára, voru svo langt
á veg komin, að þau þóttust geta þekt, hver væri
galdranorn og hvaða börn hefði farið með til Blá-
kulla. Nefndin var mjög áfjáð að ná í slíka
„spekisveina" (viisgossar). Fór hún með þá sókn
úr sókn til þess að vísa á galdrakvendin, en þau
sögðust strákarnir þekkja á rauðum bletti, sem þau
hefðu í miðju enninu. Bletturinn átti vitanlega að
vera ósýnilegur fyrir öllum öðrum en strákunum,
Djöfullinn, sem galdranornirnar höfðu gengið 1
þjónustu hjá, var mesti harðstjóri. Hann heimtaði.
skilyrðislausa hlýðni og refsaði þeim með sektum,
eða líkamlegum pyndingum, er vanræktu galdra-
veizlurnar eða hegðuðu sér þar óviðeigandi. Hann
er alt af í vondu skapi. ,,Oft situr hann“, segir ein
nornin, „mildiiegur ásýndum, hefir gaman að
spaugi, lætur nornirnar steypa sér kollskít“ eða
kippir kústaskaftinu, sem þær ríða á, úr klofinu á
þeim, svo að þær detta, og þá hlær hann svo dátt,
að skrokkurinn á honum hristist. Stundum spilar
hann fyrir þær yndislég smálög á hörpu. Ein skýrði
svo frá, að hún hefði verið sjónarvottur að því, að
kölski hefði eitt sinn orðið veikur og látið setja-
sér blóðkoppa. Önnur sagði í blákaldri alvöru, að
hann hefði í eitt skifti „verið dauður stutta stund“.
Hér er vitfirringin komin út að neðstu takmörk-
un þess hugsanlega. Allur norðurhelmingur Sví-
bjóðar var smitaður af þessari plágu og einstöku