Lífið - 01.01.1939, Page 94
92
LÍFIÐ
með“ kveður Bjarni Thorarensen um danska nátt-
úru, og skynleysi Bjarna, sem var skapað af allt
öðrum ástæðum en óvilhallri athugun danskrar
náttúru, hefur mótað svo hugsun margra íslend-
inga, að þeir hafa verið blindir fyrir hlýleik og“
yndi danskrar náttúru. ,,Svo fátí var frá Dönum,
sem gæfan oss gaf, og glögt er það enn hvað þeir
vilja. Það blóð sem þeir þjóð vorri útsugu af, það ork-
ar ei tíðiri að hylja“, kveður Þorsteinn. Og þarna kom- .
um við að því, sem sárast er, og sem síst er unt að
sættast á. Minningarnar um það, sem Danir
sugu út af þjóð okkar, vandarhögg fógetanna,
harða dóma, aftöku Jóns Arasonar, herskipin
sem lögðu hér að höfnum, er kúga þurfti
Islendinga til afneitunar á landsréttindum, fógeta
konungsins, sem sleit lögmætu þingi í lögleysu, er
Jón Sigurðsson varð einn til þess að hefja mót-
mæli og hrífa aðra með sér. Og það eru þessu líkar
minningar, sem gera Bjarna ómögulegt að sjá
náttúrufegurð Danmerkur, sjá að hún er brosandi
land, fléttað af sólhýi’um sundum, saumað af
blómstrandi grundum; hann sér ekki þegar snjó
angandi hesli-blóma feykir yfir sveitarþorpin á
vorin, þegar að hin gullna kornstangamóða bylgj-
ast á ökrunum svo langt sem augað eygir, eða blár
skógarjaðar girðir um hina grænu sléttu í fjarska.
Og hann skilur ekki hina þungfæru alúð Jótans
né hina Jcurteisu, hæðnu gamansemi Hafnarbúans
af því að Danir, þetta fólk, á að svara til þeii’ra
saka, að „það blóð, sem þeir þjóð vorri útsugu af»
það orkar ei tiðin að hylja“.