Lífið - 01.01.1939, Page 113
LIFIÐ
111
hvor í aðra, sé hitinn tekinn úr lofti, verður það að
vatni, sé hita bætt í jörð, verður hún að eldi o. s. frv.
Aristoteles kallar jörðina hið þunga element, eldinn
hið létta element, en þar á milli eru vatn og loft. Efni,
sem í er mikið af hinu þunga elementi, leita til jarð-
ar; en efni, sem í er mikið af hinu létta elementi,
leita til himins; en hann er gerður úr fimta element-
inu, eternum eða ljósvakanum. Öll önnur efni eru
gerð úr hinum fjórum fyrstnefndu elementum, og
elementin sjálf koma fram við það, að efnin klofna,
en sjálf geta þau ekki klofnað. Efni, sem er þyngra
en vatn, hlýtur að hafa í sér jörð, en efni, sem er létt-
ara en vatn, hefir í sér loft, eldfim efni hafa í sér
elementið eld. Venjulega er hvert efni um sig gert úr
fleirum en einu elementi, er renna saman í eina heild.
Hin ýmsu efni eru því ekki ólík að innra eðli, en bygð
úr sömu elementúm, og eitt efni getur breyst í annað
við það að hafa elementaskipti við þriðja efni. Með
því að skipta um þurleika og fljótanleika má breyta
jörð í vatn (það er að segja bræða föst efni). Með
því að skipta um hita og kulda má breyta vatni í
þ*ft (þag er ag segja fá vökva til þess að gufa upp).
Þessar hugmyndir um eðli efnisins, sem nú hefir
verið lýst, voru, eins og áður er sagt, ríkjandi svo að
Segja óbreyttar í liðug 2000 ár, og réðu því auðvitað
aHan þann tíma mestu um það, að hvaða viðfangs-
efnum þeir fræðimenn sneru sér, sem við efnafræði
fengust. Og helsta viðfangsefni þeirra varð, eins og
niargir munu kannast við, hvorki meira né minna en
það að búa til gull úr öðrum efnum. Frá vísindalegu
sJónarmiði — ef svo má komast að orði — var ekk-
L