Lífið - 01.01.1939, Page 115
lifið
113
efni, sem fást með hreinsun á náttúruafurðum. Þau
geta að nokkru leyti breytt ógöfugum málmum í göf-
ugri málma, en til þess að breytingin verði fullkomin
þarf þriðja stigs meðal — viskusteininn. Að fram-
leiða viskusteininn varð því það takmark, sem gull-
gerðarmennirnir keptu að fyrst og fremst. Þótt segja
niætti um flesta efnafræðinga miðaldanna, að þeir
skoðuðu gullgerðina, sem átti að verða auðveld, þeg-
ar viskusteinninn væri fundinn, sem sitt æðsta tak-
mark, þá gekk það þó, sem betur fór, ekki svo langt,
að þeir leiddu algerlega hest sinn frá öðrum hagnýt-
ari viðfangsefnum. Má þar taka til dæmis meðala-
feekningar. Til þess að geta áttað sig nokkuð á sam-
bandinu milli þessara tveggja fræðigreina, læknislist-
arinnar og hinnar kemisku listar, er óhjákvæmilegt
að minnast á kenningar Galenosar, er voru hin full-
komnasta túlkun á -ritum hins fræga spekings, Avi-
cenna, og héldust þær óbreyttar fram á 16. öld.
Mannslíkaminn er samkvæmt þeim blanda af ele-
mentunum 4, og meðan að blöndunarhlutföllin eru,
cins og þau eiga að vera, er líkaminn heilbrigður;
en fái t. d. eitt elementið yfirhöndina, verður sam-
setning blóðsins óeðlileg og líkaminn auðunnin bráð
sjúkdómanna, sem steðja að utan að; en með því að
koma aftur blöndun elementanna í rétt horf, má
lækna sjúkdóminn, og til þess þarf aðeins að finna
°S nota hin réttu meðul. Þótt þessi læknisfræði væri
^ygð á fölskum grundvelli, gat ekki hjá því farið, að
kún bæri stundum góðan árangur í góðra manna
höndum. Kenningin um viskusteininn átti eftir að
breytast nokkuð. Með aðstoð hans var ekki aðeins
LífiS IV. árg.
3