Lífið - 01.01.1939, Page 117
LÍFIÐ
115
höfðu framtíðargildi, til dæmis að taka, þegar Ijós
logar í loftþéttu rúmi, minkar rúmið eða loftið, en
ekki bar hann gæfu til að finna þá réttu skýringu, að
nokkuð af loftinu sameinaðist eldsneytinu, heldur á-
leit hann, að við brunann eyddist efni, sem væri í hol-
rúmi loftsins. Skýringin á brunanum verður nú um
hríð eitt af aðalviðfangsefnum efnafræðinganna. Ein
af skýringum á þessu fyrirbrigði er flogiston-kenn-
ingin, sem var við líði frá miðri 17. öld fram undir
lok 18. aldar. Aðalmenn hennar voru Þjóðverjarnir,
Becher og Stahl. Hin eldfimu efni áttu samkvæmt
þessarj kenningu að innihalda sérstakt efni, sem
Stahl gaf nafnið flogiston, og bruninn að vera fólg-
inn í því, að flogistonið færi úr þeim. Málmar, sem
áttu að geta brunnið, áttu þá að vera samsettir úr
málmkalki og flogistoni. 1 eldföstum efnum er ekk-
ert flogiston.en efni, sem brenna næstum upp eins og
kol, eru mestmegnis flogiston. Þegar málmur brenn-
ur fer flogiston úr honum, en eftir verður kalkið; en
ef þetta kalk er hitað upp ásamt kolum, getur málm-
kalkið aftur tekið á sig flogiston úr kolunum, sem
gefa það mjög auðveldlega frá sér, og við það mynd-
ast aftur málmur úr málmkalki og flogiston. Þótt
undarlegt megi virðast, hafa efnafræðingar á flog-
iston-tímabilinu ekki sett það fyrir sig, að málmask-
un er þyngri en málmurinn, svo að efnin hljóta þá
að þyngjast við það að missa flogiston. Á flogiston-
tímabilinu voru uppi margir ágætir efnafræðingar;
bókstafstrúin á sviði náttúruvísindanna var að verða
úr sögunni, og margt fer að benda á eða stuðla til
þess, að fylling tímans sé komin til sannari þekking-