Lífið - 01.01.1939, Page 118
116
LIFif)
ar og skilnings á byggingu efnisins. Englendingurinn
Robert Boyle ræðst í riti, sem hann gaf út skömmu
eftir miðja 17. öld, á element-kenningu Aristotelesar,
og setur fram þá tillögu að kalla frumefni þau efni,
sem hægt er að sýna fram á, að séu í hlutunum, en
sem ekki verða aðgreind aftur sjálf í önnur efni.
Þetta er einmitt sú skilgreining á frumefni, sem nú
gildir að mestu leyti óbreytt. Hinsvegar er hann sam-
mála Aristoteles um það, að öll efni séu samsett úr
frumefnum og megi aftur aðgreina þau í frumefni,
en frumefnin verða samkvæmt skilgreining hans ekki
4 eða 5 heldur miklu fleiri. Robert Boyle hefir með
verkum sínum lyft efnafræðinni á hærra stig og gert
hana að þeim reynsluvísindum, sem hún er nú, en
verkum hans var minni gaumur gefinn en þau áttu
skilið. Með fundi súrefnisins má segja, að lagður væri
hornsteinninn að skýringunni á brunanum. En Pre-
astley og Scheeler, sem fundu súrefnið, voru svo mót-
aðir af flogiston-kenningunni, að þeim varð ekki auð-
ið að fullkomna hið vísindalega verk sitt. Það varð
eitt af afrekum Frakkans, Antoine Laurent Lavoisier,
sem öllum öðrum fremur á heiðurinn af að hafa skap-
að og treyst þann grundvöll, sem efnafræði seinni
tíma er reist á. Hann kollvarpar algerlega flogiston-
kenningunni, og gefur þá skýringu á brunanum, sem
enn stendur óhögguð. Bruni er fólginn í því, að elds-
neytið sameinast súrefni því, sem er i andrúmsloft-
inu, og þessvegna þyngjast málmar við það að brenna
og raunar alt eldsneyti, þótt það sé ekki altaf jafn-
augljóst. Allir kannast við það, að þegar kol brenna,
"verður askan léttari en kolin voru, en sannleikurinn