Lífið - 01.01.1939, Page 119
UFIÐ
117
ei' sá, að mestur hluti þeirra efna, sem myndast við
bað að súrefni sameinast kolum, eru lofttegundir, og
Þessar lofttegundir rjúka jafnóðum út um reykháf-
inn. Ef þeim væri safnað og þær síðan vegnar, myndu
þær vega nálega þrefalt meira en kolin vógu. Lavoisier
slær því föstu, að efni geti ekki skapast eða tortímst,
með því að sýna með tilraunum, að þegar efnabreyt-
ingar fara fram, er þyngd þeirra efna, sem koma fram
við breytinguna, nákvæmlega hin sama og þyngd
þeirra efna, er þau mynduðust úr. Lavoisier var háls-
höggvinn árið 1794; lýðveldið þurfti ekki á vísinda-
niönnum að halda, var haft eftir dómaranum.
Það sniðuga ráð Lavoisiers að taka vogina í þjón-
ustu efnafræðinnar, veitti einum ái’atug eftir dauða
hans, Englendingnum Dalton þá reynslu-undirstöðu,
ev hann þurfti til þess að geta bygt atóm-kenningu
sína á. Notkun vogarinnar leiddi í ljós ýmsar regl-
Ul' um samsetningu þektra efna, sem menn höfðu
ekki veitt athygli áður. Ég ætla aðeins að nefna
eitt dæmi: Úr súrefni og eir er hægt að mynda tvö
eílli, annað þeirra er rautt, en hitt svart. Hugsum
°kkur nú, að við kliptum af mjóum eirvír tvo jafn-
^anga spotta, og gerðum annan þeirra svartan með
því að láta súrefni sameinast honum, en hinn rauð-
au með því að láta súrefni verka á hann. Það er nú
út af fyrir sig merkilegt, að þetta skuli vera hægt,
en annað er ennþá merkilegra, sem kemur í ljós,
ef virspottarnir eru vegnir fyrir og eftir þessar að-
&ei'ðir. Þeir þyngjast misjafnlega mikið, sem við
^tti búast; en það skrítnasta er, að sá, sem verð-
Ur svartur þyngist nákvæmlega helmingi meira en