Lífið - 01.01.1939, Page 121
lífið
119
þeirra og stærð, og meira að segja öðlast víðtæka
tekkingu á gerð þeirra, og því sem fram fer í þeim
sjálfum. í næsta erindi mínu mun ég reyna að
ekýra frá nokkrum af öllum þeim merkilegu niður-
stöðum, um gerð efnisins, sem rannsóknir seinni
tíma hafa leitt í ljós.
Nýrri hugmyndir um efnið.
í þessu erindi verður reynt að draga upp í nokkr-
um aðaldráttum þá hugmynd um efnið, sem hefir
verið að skapast á seinni tímum, — hugmynd, sem
•ekki er hugsmíð bláber, heldur hugmynd, sem er
reist á tilraunalegum grundvelli, svo segja má að
sjálf náttúran hafi jafnan verið höfð með í ráðum
um lagningu hvers steins í bygginguna. Eigi að síð-
ur hefir oft þurft að rífa niður, það sem bygt hafði
verið, og það stundum niður að grunni. Véfréttir
iær, sem náttúran gefur, hafa svo oft reynst tor-
ræðar í bili, og ósjaldan vei’ið skakt ráðnar; og auð-
vitað eru á hverjum tíma þekt f jölmörg fyrirbrigði,
sem ekki tekst að innlima í hina vaxandi -heild,
er við köllum náttúruvísindi, án þess að það ger-
breyti heildinni sjálfri. Þær hilgmyndir, sem nú
tykja sanni næstar, kunna að eiga fyrír höndum
ýmsar breytingar, sem engan órar fyrir nú.
Hugsum okkur (eins og Jeans segir), að við
stöndum á sendinni sjávarströndu. Sandurinn er
tilsýndar sléttur og samfeldur, líkt og hafið útifyr-
iv; en ef við gætum betur að, sjáum við, að sand-
Urinn er ekki samfeldur, heldur samsettur úr f jölda-
^örgum komum, sem eru hvort öðru ólík, og þurfa