Lífið - 01.01.1939, Page 122
120
LÍFIÐ
að vera ákaflega mörg saman til þess að fá á sig
þann heildarsvip, sem við eigum við með orðun-
um — sendin sjávarströnd. Tökum við hinsvegar
hafið til athugunar, verður ekki séð með berum
augum annað en efnið í því sé samfelt, og jafn-
vel þótt við hefðum smásjá af besta tæi, myndum
við samt ekki geta séð annað. Nú spyrjum við: Hvor
gefur okkur nú sannari mynd alls efnis í heiminum,
sandurinn eða sjórinn? Enginn nútímafræðimaður
myndi hika við að greiða sandinum atkvæði sitt;
og þegar í fornöld var sú hugsun sett fram af Demo-
kritosi og fleirum, eins og ég gat um í síðasta ex*-
indi mínu, að alt efni væri gert úr ákaflega mörg-
um óskiptanlegum smáögnum, atómum. Það er
fjöldi af staðreyndum, sem gefur tilefni til þess að
slá því föstu, að þetta er rétt. Öll efni, sem við
þekkjum, eru samsett úr óskaplegum grúa af afar-
smáum ögnum. I hreinum efnum, eins og t. d. vatni,
kolsýru, súrefni, brennisteini eða kvikasilfri, eru
allar þessar agnir nákvæmlega eins að öllum eig-
inleikum í hverju efni fyrir sig. Af hverju er nú
hægt a.ð draga þá ályktun, að agnirnar séu allar
eins? Jú, ef til dæmis agnirnar í vatni væru ekki
allar eins, mætti búast við því, að ýmsir eiginleik-
ar vatnsins sjálfs — sem er ekki annað en safn af
þessum ögnum — gætu líka verið mismunandi eftir
því, hvernig agnirnar í því væru. Ef öll sandkorn-
in í sandhrúgu eru gul, þá verður líka sjálf sand-
hrúgan gul, en séu öll sandkorpin grá, verður
sandhrúgan Hka grá. Séu sandkornin öll eins á lit-
inn í hvorri hrúgu fyrir sig, virðist óhugsandi að