Lífið - 01.01.1939, Page 123
121
lífið
sandhrúgurnar geti verið eins á litinn, nema að
sandkornin séu líka alveg eins lit í þeim báðum,
þá er á sama hátt óhugsandi, að agnirnar, sem
mynda einn vatnsdropa, geti verið annars eðlis en
agnirnar í öðrum vatnsdropa, úr því að droparnir
sjálfir eru eins, að öllum eiginleikum (að undan-
tekinni stærð og lögun dropanna). En úr því að
vatnið er samsett úr smáum ögnum, hvernig stend-
ur þá á því, að ekki er hægt að sjá þessar agnir í
smásjá? Það er blátt. áfram vegna þess, að þær
eru langtum minni heldur en það minsta, sem
hægt er að sjá í nokkurri smásjá. Undir góðum
kringumstæðum má greina með smásjá agnir, sem
eru 1/10.000 partur úr mm í þvermál, en þær agn-
h', sem mynda vatnið, eru tæplega 1/20.000.000
Partur úr mm, eða meira en þúsund sinnum minni
að þvermáli, og til þess að byggja úr þessum ögn-
uui klump, sem væri sýnilegur í smásjá, myndi
há þurfa yfir 1000.000.000 slíkra agna, ef ekki er
Sert ráð fyrir neinu bili á milli þeirra. Við getum
hka áttað okkur á þessu með því að taka dæmi
íil samanburðar. Til þess að hægt sé að sjá ein-
hvern hlut, verður hann að geta beint nokkru af
Ijósöldum þeim, sem falla á hann, inn í augað; með
°ðrum orðum, hann verður að geta haft veruleg á-
hrif á gang ljóssins. Nú er Ijósið ölduhreyfing og
^Pá líkja því við öldur á sjó. En svo lítil eru móle-
húlin eða agnirnar í vatni, að þau hafa ekki meiri
ahrif á gang ljósaldnanna en 1 korktappi, sem
[leygt væri hérna í höfnina í norðanroki, myndi
á ölduganginn. En væru hinsvegar festir sam-