Lífið - 01.01.1939, Page 126
124
LÍFIÐ
flestra efna samsett úr fleiri atómtegundum. Þó
eru til undantekningar frá hvorutveggju. Það eru
til orð, sem táknuð eru með einum bókstaf, t. d. á,
í, ó, æ, sem vel gætu verið endurtekin í seinasta
dæminu, ef við kæmum okkur saman um að kalla
ææ eitt orð og skrifa það í einu lagi. Alveg eins
eru að sínu leyti til mólekúl, sem samanstanda að-
eins af einu atómi eða þá fáeinum eins atómum.
Efni, sem þannig eru gerð, eru kölluð frumefni,
og þau eru tæp hundrað talsins, eins og atómteg-
undirnar. Frumefni eru tiltölulega fá; hér um bil
eitt efni af hverjum þrem þúsundum þektra efna
er frumefni. Þótt segja megi, að frumefni heyri
til undantekninganna, þegar talað er Um efni al-
ment, eru þó mörg af þeim algeng, sem slík t. d.
gull, silfur, járn, eir, alúminíum, kolefni, fosfór,
brennisteinn, súrefni, joð o. f 1., sem ég vænti að
allir kannist v.ið. — Það er einn bókstafur í staf-
rófinu eða jafnvel tveir: bókstafirnir c og q, sem
aldrei sjást í íslenskum orðum. Þeir taka aldrei
þátt í myndun íslenskra orða. Eins eru til nokkrar
atómtegundir, sem aldrei taka þátt í myndun móle-
kúia ásamt öðrum atómum, heldur eru þessi atóm
altaf út af fyrir sig, þá sjaldan þeirra verður vart.
Frumefnin, sem gerð eru úr þessum atómum, eru
kölluð hinar óvirku lofttegundir eða stundum hin-
ar skíru lofttegundir. Þær eru of skírar til að
leggja lag sitt 'við sauðsvartan almúgann — hin
frumefnin. Ein þessara skíru lofttegunda er helí-
um, sem margir munu hafa heyrt talað um í sam-
bandi við hin risavöxnu loftför, Graf Zeppelin