Lífið - 01.01.1939, Page 127
LÍFIÐ
125
og- Hindenburg. Loftbelgirnir eru fyltir helíum, og
þó er það miklu dýrara og helmingi þyngra en
vatnsefnið, sem er léttast allra lofttegunda. Vegna
skírleika helíums getur það auðvitað ekki brunn-
ið né yfirleitt orðið fyrir neinum breytingum, þótt
önnur efni kynnu að komast að því. Meðan vatns-
efni var notað í belgi loftfara, olli eldfimi þess
oft hinum ægilegustu slysum. Fyrst ég gat um hel-
íum, þá get ég ekki stilt mig um að geta þess,
hversvegna það heitir þessu fallega nafni. Helios
hét sólguð Grikkja í foi’nöld, og helíum dregur
nafn sitt af því, að menn urðu fyrst varir við þetta
í lofthjúpi sólarinnar, löngu áður en það fanst hér
á jörðunni. Og þetta er ekkei’t einsdæmi um þann
stuðning, sem stjörnurannsóknir hafa veitt efna-
fræðinni. Við skulum halda áfi’am samanburðin-
um á rnáli og efni enn um stund. Allir vita, að
bókstöfunum er skift í 2 flokka, samhljóða og
sérhljóða eða öðru nafni samhljóðendur og hljóð-
stafi. Eins er frumefnunum skift í 2 flokka, málma
og málmleysingja. Við skulum láta þau frum-
ofni, sem eru kölluð málmar, samsvai'a samhljóð-
unum, en málmleysingjana látum við samsvara
sérhljóðunum. Það er ekki hægt að ski'ifa orð með
ointómum samhljóðum, eins er lítið um það, að
hrein efni séu gei’ð úr málmum einum, nema þau
séu þá bax-a einn hreinn málmur, svo sem gull,
S1lfur, eir o. s. frv. Úr sérhljóðum einum má hins-
Vegar mynda orð, svo sem ái, sem þýðir langafi eða
forfaðir, sögnina að óa og nokkrar fleiri. Eins má
^ynda mólekúl úr málmleysingjum einum saman,