Lífið - 01.01.1939, Page 128
126
LÍFIÍ>
en það er bara tiltölulega miklu algengara meðal
mólekúla heldur en orð eins og ái úr sérhljóðum
einum í íslensku máli. Það er sem sé mjög algengt,
að mólekúl séu samsett úr málmleysingjum einum
saman eða, réttara sagt, atómum þeirra. Flest
orð í máli okkar eru íútuð bæði með sérhljóðum
og samhljóðum, eins er líka til hinn mesti sægur
mólekúla, sem samsett eru bæði úr atómum málma
og atómum málmleysingja, t. d. salt, sápa, sódi,
aspirin, kalk o. s. frv. Nú býst ég við, að sumum
kunni að detta í hug, að það hljóti að gefa góð-
ar bendingar um eiginleika efnanna, ef maður
veit úr hvernig atómum mólekúl þeii'ra eru sam-
sett. Maður gæti vel ímyndað sér, að það væri eitt-
hvað svipað því og þegar sykur er settur út í kaffi;
við vitum fyrirfram að úr því verður sætt kaffi.
En þetta fer á alt annan veg, þegar ný mólekúl
Ýerða til. Þótt við vitum nákvæmlega úr hvaða
atómum þau eru gerð, og hve mörg eru af hverri
tegund, er oftast ómögulegt að óreyridu að gera
neinar ágiskanir af viti um eiginleika þeiiTa, hvort
efnið verður hvítt eða svart, fljótandi eða fast,
daunilt eða ilmandi, þungt eða létt í sér o. s. frv.
Þetta er einn af hinum kynlegu dutlungum nátt-
úrunnar. En við skulum aftur taka íslenskuna til
samanburðar. Hver getur sagt nokkuð um merk-
ingu orðs, þótt hann viti aðeins hvaða stafir eru 1
því, en ekki meira? Það mun reynast býsna erfitt;
jafnvel fáum stöfum má raða í orð á marga vegu,
hvað þá ef þeir eru margir. Hvert orð er ný heild
með.nýju eðli, gerólíku eðli bókstafanna, sena