Lífið - 01.01.1939, Page 129
lífið
127
það er myndað úr. Eins er það, þegar ný mólekúl
myndast úr atómum. Hvert mólekúl er ný heild
með nýjum eiginleikum, gerólíkum eiginleikum
þeirra atóma, sem það er samsett úr. Nú skulum
við reyna að gera okkur nokkra hugmynd um
hvað fram fer, þegar efnabreytingar eiga sér stað.
Alloft er það þannig, að tvö eða fleiri efni verka
þannig hvort á annað, að úr þeim myndast önn-
ur efni alveg gerólík þeim, sem fyrir eru, þótt
breytingin á samsetningu mólekúlanna sé ekki
önnur en sú, að þau hafi haft skipti á einu atómi.
En hvernig fer, ef við skiptum um 2 fremstu staf-
ina í lýsingarorðunum hár og sæll, eða æ og v í
væn kona? Úr orðunum hár, sæll verður sár, hæll,
en úr væn kona myndast orðin von og kæna, það
er að segja gerólík orð að merkingu og eðli. Þann-
ig er það einnig með efnabreytingar. Úr tveimur
föstum efnum geta myndast tvær lofttegundir, eða
máske vökvi úr tveimur lofttegundum getur mynd-:
að fast efni; úr rauðu og bláu kann að koma fram
gult efni eða máske litlaust. Úr óskaðlegum efn-
um getur myndast banvænt eitur og öfugt. Til
þess að fá þær efnabreytingar til að fara fram,
sem óskað er eftir, þarf nákvæma þekkingu á
þeim skilyrðum, sem til þess eru nauðsynleg; og til
þess að geta fullnægt þeim, þarf ósjaldan marg-
brotin áhöld, upphitun eða kælingu, rafmagns-
straum, nærveru vissra efna, sem ekki taka ann-
ars þátt í efnabreytingunni, samanþjöppun eða
loftþynningu, ýmsar tegundir af geislum, fjölda
^uselitækja o. fl., er seint yrði upptalið. Samvinnan