Lífið - 01.01.1939, Page 131
LÍFIÐ
129
um í múrsteininum og steinunum hvorum við ann-
an? Hér er um að ræða aðdráttarkrafta, sumpart
sama eðlis og þá, sem halda okkur við jörðina og
jörðunni á braut sinni kringum sólina, en sumpart
eru þar að verki samskonar kraftar og þeir, er
draga tvo rafmagnaða hluti hvorn að öðrum. Það
er sem sé algengt, að múrsteinamir okkar séu
hlaðnir rafmagni, og eru þá raunar ekki kallaðir
mólekúl, heldur jónar, skrítnir fuglar, sem gaman
væri að kynnast nánar, ef tími ynnist til. En það
er eitt, sem er ólíkt um þessi sandkom og múr-
steina annars vegar og áþreifanleg sandkorn og
múrsteina í virkilegu húsi hinsvegar, eða kannske
■ég hefði heldur átt að segja, að það væri sementið,
sem er ólíkt. Okkur virðist sementið halda hverju
sandkorni og hverjum múrsteini í húsi algerlega
föstu, og við sjáum að vísu heldur ekki, að nein
hreyfing sé á smáögnum fastra efna, t. d. í fimm-
eyringi; en hvernig ættum við líka að geta séð
það, þar sem sjálfar agnirnar eru ósýnilegar? En
þó er þetta svo. Agnirnar í fimmeyringnum eru
•aldrei kyrrar, heldur iða þær sífelt og titra, hver á
sínum stað. Það er svo sem ekki mikið svigrúm,
sem hver ögn hefir, en samt geta þeir kraftar,
sem halda fimmeyringnum saman, aldrei haldið
þeim alveg í. skefjum, þótt frjálsræðið sé auðvit-
að af skornum skamti. í vökvum er frjálsræði agn-
anna nokkru meira. Ef sykurmoli er látinn út í
vatnsglas, losna sykurmólekúlin úr læðingi, og
innan skams hafa þau dreift sér um alt vatnið
í g'Iasinu, þótt ekki hafi verið hrært í vatninu.
Lifid IV. árg. 9