Lífið - 01.01.1939, Page 135
lífið
133
hægt að finna með vog þann þyngdarauka, sem
málmkúla fær, þegar hún er hlaðin með negatífu
rafmagni). En þó er öímur staðreynd, sem mæíir
enn ákveðnara á móti því, að varminn sé efni —
núningsvarminn. Við allan núning myndast varmi;
það kviknar á eldspýtu, þegar henni er strokið við
stokkinn; þegar borað er í hart tré, verður nafar-
inn snarpheitur, og sviðalykt getur komið úr hol-
unni. Frumstæðasta aðferðin til þess að kveikja eld,
er að nudda saman tveimur spýtum, þangað til að
það kviknar í þeim, og þannig mætti lengi telja.
Með því að bora í málmstykki, sem er á botni íláts
með vatni, má framleiða svo mikinn varma, að
vatnið fari að sjóða, og má halda því sjóðandi lang-
an tíma, aðeins með því að láta borinn vera sífelt
í gangi. Það má sem sé framleiða ótakmarkaðan
varma með hreyfingu einni saman. Rumford lá-
varður, sem gerði þessa tilraun, segir þess vegna,
að það sé örðugt eða ómögulegt að hugsa sér, að
vai'minn sé í þessu tilfelli neins annars eðlis en þess,
sem hann vei'ður til úi*, nefnilega hreyfingu. Það
er þó ekki fyr en hálfi'i öld síðai*, að það varð al-
ment viðurkent, að vai-mi og hreyfing eru í eðlí
sínu eitt og hið sama. Þær hreyfingar, er við skynj-
um, sem slíkai*, eru í því fólgnar, að óskaplegur
aragi*úi af mólekúlum, t. d. öll mólekúlin í penn-
anum, sem ég er að skrifa með, hreyfast samtímis
sýnilegan spöl í sömu átt. Ég sé pennann — þetta
íeikna safn af mólekúlum — hreyfast til og frá
aiiðað við pappíi'inn. En þótt einstöku mólekúl
hreyfist innbyrðis, get ég auðvitað ekki séð það, en