Lífið - 01.01.1939, Page 137
lífið
135
í eðlisfræðinni kölluð vinna, að færa úr stað hluti,
sem einhverja mótspyrnu veita, og vinnan er talin
því meiri, sem hluturinn er fluttur lengra, og því
meiri mótspyrnu, sem hann veitir. Það er vinna að
lyfta einhverju, dragasleða, kasta steini.reka nagla
o. s. frv. (Hinsvegar er það ekki talin vinna að
halda á byrði eða flytja sleða niður brekku, þar
sem hann heldur áfram sjálfkrafa). Til þess að
komast að raun um, hve mikil vinnan er, á að marg-
falda saman kraftinn og vegalengdina. Það er jafn
mikil vinna að lyfta 5 kg lóði 2 metra, eins og að
lyfta 10 kg lóði 1 metra, eða 2 kg lóði 5 metra,
vegna þess að 2.5 eru 10, 10.1 eru 10 og 5.2 eru 10.
Þessi vinna er talin 10 kgm. Vinnan við að lyfta
3 kg 2 m er 6 kgm, af því að 3.2 eru 6 o. s. frv.
tJm alla þá hluti, sem geta unnið vinnu, er sagt,
að þeir hafi orku, og orka hvers slíks hlutar er
ttiiðuð við það, hve mikilli vinnu hann getur af-
kastað. Upptrekt úrfjöður hefir orku; hún getur
hreyft úrverkið. Lóð í klukku hefir orku ; það hfeyf-
ir verkið í klukkunni, um leið og það sígur niður
sjálft og því þyngra, sem lóðið er, og því hærra,
sem því hefir verið lyft, því meiri er orka þess. Bif-
reið, sem komin er á ferð, hefir orku: hún getur
runnið upp dálitla brekku, þótt vélin sé tekin úr
sambandi við hjólin á meðan; og því meiri, sem
hraði bifreiðarinnar er, upp því meiri brekku getur
hifreiðin lyft sér; og því þyngri, sem bifreiðin er,
því þyngri bifreið (nefnilega sjálfri sér) getur hún
íyft upp sömu brekku. Hamar, sem er að koma
ftiður á naglahaus, hefir orku; hann getur rekið