Lífið - 01.01.1939, Page 138
136
LÍFIÐ1
naglann inn í spýtuna; og því þyngri, sem ham-
arinn er, og því hærra, sem hann var reiddur tiL
höggs, því meiri orku hefir hamarinn. Allir hlutir,
sem eru á hreyfingu, hafa orku, sem kölluð er
hreyfingar-orka (sbr. hamarinn og bifreiðina) ; en
orkan í fjöðrinni og lóðinu, sem greint hefir verið
frá, er kölluð legu-orka. Þegar hamarinn er reidd-
ur til höggs, hefir hann fengið legu-orku; en á
meðan hann er á leiðinni niður á naglahausinn,
breytist þessi legu-orka 1 hreyfingar-orku.
Annars er dingullinn í klukku ágætt dæmi
þess, hvernig orka breytist úr einu formi í ann-
að. Á meðan dingullinn er efst og yst til vinstri
hliðar, hefir hann eingöngu legu-orku; en hún
breytist öll í hreyfingar-orku á leiðinni niður og inn
að miðstöðu. Á leiðinni þaðan út í ystu stöðu til
hægri breytist hreyfingar-orkan í legu-orku, og
þannig gengur þetta lon og don. Orkan breytist í
sífellu úr einu formi í annað, án þess að eyðast. Það
er líkt um orku og efni. Orkan getur ekki farið for-
görðum, né orðið til úr engu, heldur aðeins breyst
úr einu formi í annað. Það, sem við höfum kallað
varma, er aðeins ein þeirra mynda, sem orkan getur
tekið á sig. Leggjum nagla á steðja, og gefum hon-
um nokkur vel úti látin hamarshögg. Hvað skeður?
Jú, naglinn verður flatur, en við skulum taka á hon-
um. Það getur vel hugsast, að við kippum að okkur
hendinni. Naglinn er orðinn snarpheitur. Hreyfing-*
ar-orka hamarsins breytist við hvert högg í varma
eða varma-orku, svo að hamarinn, naglinn og steðj-
inn hitna. Þegar naglinn verður fyrir högginu,