Lífið - 01.01.1939, Page 140
138
LLFIÐ
hefir síðan fullkomnast svo mikið, og orðið þess
megnug að skýra svo margháttuð viðfangsefni, að
nú efast enginn um, að hún sé rétt í öllum aðalat-
riðum. Það eru næsta margar staðreyndir, sem
sýna, að mólekúlin hljóta að vera á hreyfingu. Einn
ilmvatnsdropi, sem dettur á gólfið, gerir það að
verkum, að innan skams finst lyktin um alla stof-
una. Og þetta getur því aðeins átt sér stað á þann
hátt, að ilmvatnsmólekúlin hafi upp á eigin spýt-
ur dreift sér um alla stofuna, og komist frá drop-
anum upp í nef þeirra, sem viðstaddir voru. Árið
1827 hrærði enskur grasafræðingur, Brown að
nafni, ofurlitlu af blómfrjóum saman við vatn, og
skoðaði dropa af þessu í smásjá. Hann sá óvænta
■sjón! Prjóin voru á sífeldu iði, upp og niður, fram
og aftur, nú til hægri, nú til vinstri; nú hentist eitt
frjókorn rangsælis í kring, nú réttsælis, alveg án
afláts og alveg reglulaust. Brown datt fyrst 1 hug,
að það kynni að vera smásjáin, sem hristist. Þess
vegna gróí hann gryfju djúpt niður í jörð, og gerði
tilraunina þar; en alt fór á sömu leið. Þá datt hon-
um í hug, að það kynni að vera einhver lífskraftur
í frjóunum, sem valdið hefðu hreyfingunum, af því
að frjóin voru tekin af lifandi blómi og gerði sams
konar tilraun með smámulið gler, steina, ösku og
fleiri dauða hluti. En alt kom fyrir ekki. Agnirnar
hreyfðust, þótt dauðar væru. Og því fínni, sem
kornin voru, því fjörugri voru þau. Á dögum
Browns var þetta alveg óskiljanlegt fyrirbrigði,
sem ekki var sett í samband við aðrar kunnar stað-
reyndir. En sé kenningin um, að varminn sé hreyí-