Lífið - 01.01.1939, Page 141
lífið
139
ing, lögð til grundvallar, er lausnin auðfundin. Það
eru vatnsmólekúlin, sem koma frjóvunum af stað,
löðrunga þau jafnt og þétt, ráðast á þau frá ýmsum
hliðum og hrekja þau fram og aftur. Hvernig má
það ske, að mólekúlin, eins og þau eru lítil og létt,
skuli geta hreyft slík bákn, sem frjókornin eru í
samanburði við þau? Annað hvort hljóta þau að
^eggja mörg saman, eða þau hljóta að fara afskap-
lega hart, en það er einmitt það, sem þau gera. Þau
fara svo hart, að hámarkshraði bifreiða og flug-
véla er smáræði í samanburði við það. Þessi sífelda
hreyfing á mólekúlunum myndi verða til þess, að
allir hlutir losnuðu í sundur og alt efni í veröldinni
yrði að einum hrærigraut, ef ekki væru einhverjir
kraftar að verki, sem halda þeim saman. Hvers
kyns kraftar það eru, sem halda saman mólekúl-
unum í föstum og fljótandi efnum, er örðugt að
gera grein fyrir, en að þeir eru miklir, er augljós
staðreynd. Ef þessir kraftar hættu alt í einu dð
verka á mólekúlin í sjálfblekungnum mínum,
ínyndi hann hrynja niður í ósýnilega smáa mola,
sem svo að segja strax myndu vera komnir á sveim
út í loftið, eins og hvert annað ryk. En eitt er víst,
a3 til þess að þessir kraftar geti notið sín, þurfa
^ólekúlin að liggja mjög þétt saman, að sínu leyti
hkt og sandkorn í sandhrúgu. í náttúrunni er sífeld
harátta milli samloðunarkraftanna og hitahreyfing-
artnnar og veitir ýmsum betur. Eftir því, sem efnið
er heitara, veitist samloðunarkröftunum örðugra
að halda mólekúlunum saman. í ís er hreyfing mó-
^ekúlanna tiltölulega lítil. Samloðunarkraftarnir